Miðsumarsróður

21 jún 2015 14:00 #1 by Þorbergur
Replied by Þorbergur on topic Miðsumarsróður
Okkur konunni langar að slást í hópinn! Komum með nokkrar spýtur B)

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

21 jún 2015 12:51 #2 by Ingi
Replied by Ingi on topic Miðsumarsróður
Ég sé að Sævar er með allar staðreyndir á hreinu. það stefnir í sultuslakan kvöldróður á Sundunum. B)
Sólgleraugu þurfa að vera með til öryggis plús allt hitt nema ullarteppi

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

21 jún 2015 11:23 - 21 jún 2015 11:25 #3 by Sævar H.
Replied by Sævar H. on topic Miðsumarsróður
Það er flott staðan í náttúrufarinu í dag 21.júní - sól og blíða til lofts og sjávar.
Nú um kl 20:00 í kvöld verður lagt upp frá Geldinganesi og róið út í Viðey- það er planið hjá okkur Inga -allavega- vonandi slást fleiri í samkvæmið- þetta er svona óhefðbundið og frjálst.

Það er flóð kl. 21:49
Veður : Logn og eða hægur sunnan andvari 0- 2 m/sek
Hiti 10 °C
Sjávarhiti : 7 °C
Ölduhæð : 0- 0,25 m

Ef við róum sunnan með Viðey og að skerjum þar sem þilskipið Ingvar fórst með 20 manna áhöfn 7.apríl 1906 og tökum síðan land á eiðinu og fáum okkur hressingu- þá er ég tilbúinn með sögu þessa sjóslyss sem varð þarna- merkileg saga og á svæði sem tengist okkur kayakfólkinu svo sterkt um og með róðrum okkar.

Ingi er allvega búinn að skrásetja sig í róðurinn --- endilega komið fleiri og Ok að tilkynna sig hér :P

Attachments:

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

20 jún 2015 15:07 - 20 jún 2015 21:24 #4 by Sævar H.
Replied by Sævar H. on topic Miðsumarsróður
Það er fjör í Viðeyjarróðrum núna . Búið að plana spennandi Viðeyjarróður strax eftir Jónsmessunótt - félagsróður .
En við erum allavega tveir sem erum að leggja upp annað kvöld þann 21. júní á sumarsólstöðum sem verða þá á miðnætti.
Kannski verða fleiri .
Þetta er óplönuð ferð en sjálfur hef ég sérstakan áhuga fyrir að róa að skerjagarðinum sem eru við Hákarlasker og Hjallasker en það eru 109 ár síðan kútter Ingvar strandaði þar í vestan ofsaveðri 7. apríl árið 1906 . Engri björgun var við komið og fórust þar tuttugu ungir sjómenn að fjöldamanns áforfandi bæði frá Laugarnesi og frá Viðey.
Alveg verðugt fyrir kayaksjómenn að heiðra þá með róðri að þessum skerjum um sumarsólstöður árið 2015.
Veður verður milt og gott- stillt í sjó.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

18 jún 2015 10:35 #5 by Sævar H.
Replied by Sævar H. on topic Miðsumarsróður
Kl 20 þann 21.6 er góður tími til brottfarar út í Viðey í stafalogni og kvöldsólarblíðu .

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

17 jún 2015 23:28 #6 by Ingi
Replied by Ingi on topic Miðsumarsróður
hvenær hentar þér Sævar? kl 20 t.d

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

17 jún 2015 20:21 - 17 jún 2015 20:21 #7 by Sævar H.
Replied by Sævar H. on topic Miðsumarsróður
Hvenær að kvöldi þess 21. júní hafa kayakarar hug á að leggja upp ?
Það væri gaman að verða einhverjum samferða - en þó ekki nauðsynlegt - svo oft hefur leiðin verið farin - við tveir ég og Hasle. ;)

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

17 jún 2015 18:37 #8 by Ingi
Replied by Ingi on topic Miðsumarsróður
Menn hafa nú bara gott af því að róa á sléttum haffletinum á hlýju sumarkvöldi, tvisvar er bara betra

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

17 jún 2015 14:15 #9 by Gunni
Replied by Gunni on topic Miðsumarsróður
Jónsmessuróður er í næstu viku. Þá ætlaði ég að brjóta hefð og hafa róðurinn ekki í Hvalfirði og ekki á jónsmessunótt heldur á fimmtudaginn 25. Og taka róður í Viðey með leiðsögn hjá skemmtilegum gæd.
Við verðum því með örlitla samkeppni um Viðey þessa tvö miðsumarkvöld í júní.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

17 jún 2015 09:26 #10 by Sævar H.
Replied by Sævar H. on topic Miðsumarsróður
Á sunnudaginn þann 21. júní eru sumarsólstöður og dagur því lengstur á Íslandi
Veðurspáin fyrir daginn er stafalogn og þurrt.
Aðstæður fyrir kvöldróðri út í Viðey og hafa þar kvöldvökum með varðeldi er flott hugmynd
Allavega hef ég hug á róðri út í Viðey þetta kvöld

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

16 jún 2015 21:33 #11 by Ingi
Miðsumarsróður was created by Ingi
Hvernig væri að taka miðsumars róður í Viðey á sunnudagskveld? nokkrar spýtur og varðeldur í fjörunni. smá sjpall og svo heim á ný?
kv
Ingi

kemst því miður ekki á 17.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

Powered by Kunena Forum