Takk fyrir ábendinguna Skúli.
Frásögnin náði til mín og það rann upp fyrir mér að ég hef aldrei áður lesið um straumróður á þann hátt að það snerti við mér. Ég er að reyna að skilja hvers vegna. Segja má að þessi saga "sé ekki fyrir viðkvæma" en það er ekkert nýtt, Straumræðarar eru alltaf að ganga fram af venjulegu fólki með skuggalegum myndum og frásögnum.
Nei, það er ritstíllinn, sögumaður hendir gaman að sjálfum sér og félögunum, lýsir líðan sinni, hann skrifar á góðri íslensku og lýsir straumnum án þess að nota eitt einast fagorð eða slettu. Sagan er sönn smásaga, sterk, listræn og með léttan undirtón. Þegar ég var að byrja feril minn á sjókeip um 2004 las ég stundum skilaboð og pistla á Korkinum án þess að skilja nokkuð. Það voru yngri félagar en ég og eðlilega kynslóðamunur á málfari, en þeir virtust reyna að vera óskiljanlegir með stuttum skilaboðum, straumfagorðum og slettum og athugasemdum sem trúlega skildust aðeins í þröngum hópi. Sumt fannst mér vera á lágu plani sem hæfði ekki fullorðnu fólki - afsakið ef einhver ykkar er enn á lífi
Svo fóru eldri sjóræðarar eins og ég og Sævar að leggja meira undir okkur vefsíðuna með okkar gömlu menningu og ritstíl. Ég veltti stundum fyrir mér hvað er orðið af þessum ungu mönnum og hvort þeir séu bara orðnir eins og ég með aldrir og þroska!
Þegar betur er að gáð þá hef ég verið að rekast á suma þeirra undanfarið, tengda ferðaþjónustunni - allt ágætis menn, sem hafa marga fjöruna sopið.