Jónsmessuróður um sumarsólstöður

22 jún 2015 23:05 #1 by Ingi
þetta var sjálfsprottin og frjáls róður í guðdómlegu veðri og einstaklega samstilltum og rólegum hópi af ræðurum úr innsta kjarna Kayakklúbbsins.
Tilefnið var miðsumarsróður og það hitti skemmtilega á afmæli höfðingjans Sævars sem þekkir Sundin manna best og gaman að heyra fróðleiksmola um söguna og hin og þessi kennileiti.

Það gefur róðrinum aukið gildi. Takk fyrir mig.

Kv
Ingi

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

22 jún 2015 22:55 #2 by Sævar H.
Mér var rétt þetta flagg af ábyrgum ræðara og ég bara hlýddi og flaggaði allan róðurinn Og í róðrarlok var hinum ábyrga afhent flaggið til varðveislu.
Þetta er alveg afbragðs hönnun á kayakflaggstöng fyrir þjóðfánann til sjóferða. Einfalt að setja á kayakinn með tryggri festu
Eiginlega þarf ég að eiga svona grip þetta fer Hasle einstaklega vel á skutnum :-)

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

22 jún 2015 22:36 #3 by Össur I
Gaman að þessu, verst að hafa ekki getað verið með.
Sé að Sævar hefur flaggað með brakketinu sem ég rak saman rétt fyrir brottför Hörpuróðurs.
Sævar er þetta ekki bara ágætis stöff, þeir gerðu svo miki grín af smíðinni að ég er rétta að jafna mig :)

kv Össi
The following user(s) said Thank You: Sævar H.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

22 jún 2015 21:19 #4 by SPerla
Stórskemmtilegur róður, veður var gott og félagsskapurinn enn betri.
Tók nokkrar myndir:

picasaweb.google.com/111324008179441784608/SiSumarsroUr
The following user(s) said Thank You: Ingi

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

22 jún 2015 13:30 - 22 jún 2015 17:49 #5 by Sævar H.
Við vorum sex kayakræðarar sem lögðum upp í " Jónsmessuróður nú um sumarsólstöður" þann 21.júní frá Geldinganesinu
Ferðinni var heitið út Eiðsvíkina og suður með Viðey með lendingu á eiðinu í Viðey. Eins og allir vita þá er Jónsmessan ekki 24.júní heldur 21.júní um sumarsólstöður . Þessi miskilningur varð til á 16 öld þegar breytt var um tímatal og hefur ekki verið leiðrétt til dagatalsins. Fólk á því að baða sig í dögginni um miðnætti 21.júni- annað er engin böðun.
Veður var fádæma gott logn sól og sléttur sjór. Þegar komið var í land í Viðey var safnað saman sprekum í varðeld og nesti borðað . Smá spjall og fróðleiksmolar frá fyrri tíð þarna utan eiðis.
Komið var til baka í Geldinganes um 23 leytið eftir afarvel heppnaðan róður um sumarsólstöður

Þau sem réru voru : Ingi, Sævar Örlygur ,Perla Þorbergur og frú

Myndir fra´reisunni
plus.google.com/photos/11326675796839424.../6163185044922497665
Sumarsólstöður við Geldinganes um miðnætti 21.júní
Attachments:
The following user(s) said Thank You: Ingi

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

Powered by Kunena Forum