Við vorum sex kayakræðarar sem lögðum upp í " Jónsmessuróður nú um sumarsólstöður" þann 21.júní frá Geldinganesinu
Ferðinni var heitið út Eiðsvíkina og suður með Viðey með lendingu á eiðinu í Viðey. Eins og allir vita þá er Jónsmessan ekki 24.júní heldur 21.júní um sumarsólstöður . Þessi miskilningur varð til á 16 öld þegar breytt var um tímatal og hefur ekki verið leiðrétt til dagatalsins. Fólk á því að baða sig í dögginni um miðnætti 21.júni- annað er engin böðun.
Veður var fádæma gott logn sól og sléttur sjór. Þegar komið var í land í Viðey var safnað saman sprekum í varðeld og nesti borðað . Smá spjall og fróðleiksmolar frá fyrri tíð þarna utan eiðis.
Komið var til baka í Geldinganes um 23 leytið eftir afarvel heppnaðan róður um sumarsólstöður
Þau sem réru voru : Ingi, Sævar Örlygur ,Perla Þorbergur og frú
Myndir fra´reisunni
plus.google.com/photos/11326675796839424.../6163185044922497665
Sumarsólstöður við Geldinganes um miðnætti 21.júní