Morgunblíða í Geldinganesi

06 júl 2015 22:39 #1 by bjarni1804
Félagi Sævar, taktu fleiri myndir í næsta næturróðri og leyfðu okkur að sjá.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

06 júl 2015 22:24 #2 by Gíslihf
Ég taldi mig vera snemma á ferðinni þegar ég kom á Eiðið kl. 7 í morgun, en þá var Sævar að landa afla sínum. Eftir stutt rabb og skoðun tel ég að Sævar rói um á tæknivæddasta sjókeip í flota félagsmanna.
Takk fyrir þessar myndir Sævar. Mörg okkar héldu að það væri aldrei logn við Geldinganes. Ég réð t.d. illa við að ná bát mínum út um daginn, því að austanáttin vildi alltaf skella hurðinni á mig þótt stirð sé.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

06 júl 2015 21:01 - 07 júl 2015 10:28 #3 by Sævar H.
Ég er ekki vissum að margir hafi notið þeirrar stemningar sem býr yfir Geldinganessvæðinu snemma morguns á hásumri
Ég var mættur á staðinn uppúr kl 3:30 í morgun á leið í róður samkvæmt elstahugtaki orðsins.
Sjórinn var algjör spegill og speglun himins, fjalla og strandarinnar alveg mögnuð.
Hér eru nokkrar myndir sem ég tók um kl 3:45 þegar ég var að fara og kominn á sjó

Þetta er gott meðlæti eftir góðar umræður um öryggismál ferðalanga vítt og breitt ;)

Það er sum sé gott að taka daginn snemma þarna innfrá :)

plus.google.com/photos/11326675796839424.../6168500589636616433

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

Powered by Kunena Forum