Klúbbar og þjónustuaðilar í UK sem standa fyrir kennslu og þjálfun eða ferðum á kajak og kanó virðast almennt hafa gert áhættumat (Risk Assessment) fyrir viðkomandi svæði og staðhætti. Þá er einnig talað um reglur (Operating Procedures) sem hver aðili kann að hafa.
Mér virðist þá að "Operating Procedures" samsvari öryggisstefnu okkar fyrir félagsróðra
kayakklubburinn.is/index.php/klrinn-main...fna-fgsr-mainmenu-91
Við eigum ekki áhættumatið. Ég þurfti því að skrifa eitt slíkt á ensku í tengslum við kennsluverkefni mitt fyrir 'BCU Level 2 coach' - prófið.
Vill einhver " sem er sleipur í enskri róðrartungu snara öryggisstefnunni okkar yfir á ensku?
Ég mundi þá geta haft það með sem fylgiskjalið "Operating procedures of Kayakkluburinn" og síðan ætti klúbburinn það á ensku á vefsíðu okkar.