Breiðafjarðarferð klúbbsins

12 ágú 2015 20:13 #1 by Jónas G.
Jæja, ég er loksins kominn í tölvuna mína og búinn að setja slatta af myndum á netið og þær eru hérna . Ég þakka bara aftur fyrir fína ferð og við sjáumst á sjónum.
Kv. Jónas

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

12 ágú 2015 12:32 - 13 ágú 2015 10:34 #2 by Sævar H.
Takk fyrir þetta , Lárus.

Það sem er lang mikilvægast , á eftir veðrinu, þegar ferðast er á sjó um Breiðafjarðareyjar eru sjávarföllin.
En gríðarlegt magn sjávar er á sífelldum flutningi um svæðið –ýmist með aðfalli eða útfalli.
Þegar mesti munur er milli lægstu stöðu , við fjöru og síðan hæstu stöðu flóðs eru um 4,5 metrar.
En þegar smástreymt er þá er þessi munur miklu minni stundum rúmir 2 metrar.
Það skiptir því miklu að huga að sjávarföllum þegar ferðast er þarna um .
Þegar mikill munur er á sjávarhæð þá verða straumar miklir- magn sjávar á ferðinni verður meira.
Þar sem þrengsli eru mikil milli eyja þá verða til miklir straumar svo sem í Röstinni, Brattistraumur og Gagneyjarstraumur verða sem ólgandi stórár – einkum við hálffallið hvort sem er aðfall eða útfall en alltaf meira á útfalli þar sem hafmegin fellur hraðar frá en kemst um þrengslin fyrir innan- það myndast hæðarmunur.
Þetta náttúrufyrirbrigði hagnýttu sjósóknarar á Breiðafirði sér mjög til róðra á miðin og síðan heim að loknum veiðum. Það var farið út á útfalli en heim á aðfalli. Roðurinn varð léttari.
Því er það t.d á kayakróðrum um svæðið er yfirleitt best að vera þegar smástreymt er – nema ræðarar sækist sérstaklega eftir miklu straumkasti-þá er best að vera þegar stórstreymt er.
Síðasti kayakróður 7-9 ágúst 2015 var farinn þegar smástreymt var. Þessvegna lentu ræðarar ekki í miklum straumum eða mjög erfiðum fjörum en kannski ekki alltaf allstaðar vel fært á flóði.
T.d þegar farið er um Þröskulda við Efri Langey ,vestan Kvennhólsvogs þá er að velja för rétt fyrir flóð og vera komin í gegn áður en fer að falla út að ráði- og velja ekki smástreymi.
En þetta náttúrufyrirbrigði gerir kayakferðalög um þetta svæði svo skemmtileg og heillandi auk náttúrulífsins sem þarna er.
Og lendi maður á stórstraumsfjöru og löng leið er yfir leirdrullu að fara – þá eru svona leirfjörur auk þess að vera langar- með litlum hæðarmun að meiri upphækkun lands. Þá þarf oft ekki að bíða lengi eftir að aðfallið verði komið yfir þessa sléttu leirflöt á mjög stóru svæði og unnt að róa að góðri landtöku á betra undirlagi. Kannski bara hálftíma, því sjávarhækkun er > en 0,75m/klst.
Bara svona hugleiðingar um þetta stórbrotna náttúrufyrirbrigði sem sjávarföllin mynda þarna.

Flóðatafla fyrir eyjarnar í mynni Hvammsfjarðar er best sem er tengt Stykkishólmi

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

11 ágú 2015 21:50 - 11 ágú 2015 21:51 #3 by Larus
Við tjölduðum við tvískipta voginn sunnan við þar sem þú teiknar tjöldin, sjólinan var heldur hærri en sú sem þú teiknar með bláu, kanski höfum við hitt á rétta timann eftir allt.

lg

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

11 ágú 2015 17:39 - 11 ágú 2015 23:23 #4 by Sævar H.
Gaman að sjá allr þær myndir sem þegar eru komnar. Afar lýsandi um róðrarferðina á ýmsum tímum og ýmsum stöðum. Sumar myndirnar eru hreint listaverk . Það hafa samt verið fremur slæm birtuskilyrði fyrir ljósmyndun.
Þegar þið voru á leið í Fagurey setti ég á þráðinn spekúlasjón um hvort sjávarstaða væri ykkur hagstæð þegar þið lentuð vegna mikils leirs neðst í þessari fjöru sem á lágstöðusjávar spannar um 300 metra og neðst langt aursvæði.
Nú var sjávarstaða við lendingu með 2,3 metra hærri sjávarstöðu en er við fjörumörk og Lárus upplýsi um góð skilyrði - sem er flott
2006 lentum við við neðstu fjörumörk og vegalengdin upp á efri mörk um 250 metrar mest í drullu
Svona til gamans eru myndir frá þessu . Rauða línan er fjörulengd okkar þá en sú bláa líkleg hjá ykkur nú.
Kannski tjölduðuð þið vestar ?

Myndir frá Fagurey (loftmynd og frá 2006)
plus.google.com/photos/11326675796839424.../6181806507842559089

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

11 ágú 2015 13:00 #5 by Larus
Það voru 21 ræðari sem hittumst við Skipavík í Stykkishólmi föstudaginn 8 ágúst og gerðu sig ferðbúna. Veður var hagstætt milt og stillt þegar lagt var af stað um eftirmiðdaginn. Stefnan var tekin á Vaðstakksey sem er i leiðinni en þar sem landtaka er fremur erfið þar var ákveðið að róa framhjá þar sem allir ræðarar voru i góðu standi og ekki ástæða til að fara i land. Í Elliðaey komum við á fjöru og klöngruðumst i land. Að afloknu matastoppi var gengið um eyna og hún skoðuð, land, húsakostur og viti.
Frá Elliðaey var róið vestur og norður fyrir og bjargið skoðað áður en stefnan var tekin á Fagurey en þangað er um 4 km róður sem sóttist vel, undiraldan var aðeins að stríða ræðurum sem verða sjóveikir. Í Fagurey er auðvelt að taka land jafnvel þó lágsjávað væri og þar er ekki svarti drulluleirinn sem einkennir marga fjöruna við Breiðafjarðar eyjar. Góð tjaldstæði eru i eynni , slétt og nægt landrými.
Að morgni laugardags kom síðasti ræðarinn i hópinn Örlygur sem ekki hafði komist af stað fyrr. Um kl. 11 var haldið af stað vestur og norður fyrir Arney i góðu veðri en á móti smá vindi, hádegisstopp var tekið i litlum vogi við sundið milli Arneyjar og Fremri Langeyjar. Eftir hádegi var stefna tekin á Klakkeyjar og frá Eiríksvogi gekk hluti hópsins gekk upp og skoðaði útsýnið yfir fjörðinn meðan aðrir gengu um láglendið eða hvíldu sig. Frá Klakkeyjum var stuttur róður vestur fyrir Hrappsey um Selasund og að bæjarstæðinu þar sem hópurinn tjaldaði.
Kvöldið leið með spjalli, eldað i fjörunni og hefðbundin kvöldstund með Reyni Tómasi sem sagði okkur frá eyjunum i sögulegu samhengi., fróðlegt og skemmtilegt að vanda.
Á sunnudegi var róið heim á leið, aðeins þurfti að vaða drullu til að komast út úr bæjar vognum þar sem ekki var full fallið að. Róið var yfir i Hvítabjarnarey yfir innfallstraum sem tók aðeins i bátana en allt gekk vandræða laust. Stutt hressingar stopp var tekið i eynni áður en síðasti leggurinn yfir að höfninni var róinn. Túrinn endaði svo við Skipavík um eftirmiðdaginn eftir rúmlega 40 km ferð.
Róðrarstjórn var i höndum Gísla HF og nutum við aðstoðar margra ræðara við hin ýmsu viðvik, áberandi var að fólk hjálpaðist að við bátaburð ofl enda nokkuð þungir bátar i för. Ræðarar voru flestir þaulvanir og þeir sem minna vanir eru efldust mjög eftir því sem á róðurinn leið.
Skemmtilegt var að fylgjast með skrifum Sævars sem lýsti ferðinni svo að segja i rauntíma og er að vanda i hans skrifum mikill fróðleikur um staðhætti , sjólag og veður.
Mikill fjöldi skemmtilegra mynda hefur verðir birtur úr ferðinni.
Við farastjórar viljum þakka öllum þátttakendum fyrir frábæra ferð og þann góð anda sem ríkti í hópnum , nokkuð sem gerir þetta farastjóra starf gefandi.
lg / gp
The following user(s) said Thank You: Sævar H.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

11 ágú 2015 12:43 #6 by unnsjul
Kærar þakkir fyrir samveruna í frábærri náttúru.
Flottar myndir sem búið er að deila, takk fyrir það.
Ber í bakkafullan læk og deili myndum hér:

plus.google.com/u/0/photos/1027294773503.../6181723717972758177

plus.google.com/u/0/photos/1027294773503.../6181725377307865185

plus.google.com/u/0/photos/1027294773503.../6181727316697304529
The following user(s) said Thank You: Sævar H.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

10 ágú 2015 21:09 #7 by Þorsteinn
Takk fyrir skemmtilega ferð í góðum felagsskap. Fáeinar myndir hér:
picasaweb.google.com/1134423785559865712...jzLQ&feat=directlink
Þorsteinn
The following user(s) said Thank You: Sævar H.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

10 ágú 2015 11:40 #8 by Reynir Tómas Geirsson
Mjög fínar myndir, - takk fyrir þetta og fyrir góða Breiðafjarðarferð !

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

09 ágú 2015 21:53 #9 by SAS
Replied by SAS on topic Breiðafjarðarferð klúbbsins
Frábær ferð í alla staði og gaman að lesa pistlana hans Sævar. Myndir eru að finna hér

kv
The following user(s) said Thank You: Sævar H.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

09 ágú 2015 20:02 - 09 ágú 2015 20:43 #10 by Gíslihf
Ég er nu kominn heim þægilega lúinn og lít til baka yfir þessa ferð. Ferðin var án allra vandamála, engin spenna eða hætta á vegi okkar og því tíðindalaus í þeim skilningi.
Eftir stendur þá sú góða tilfinning að ég var að koma úr ævintýri, sem skilur eftir góða líðan og minningar. Takk fyrir að geta verið með í góðum hópi.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

07 ágú 2015 17:36 - 10 ágú 2015 11:09 #11 by Sævar H.
Ferðalangarnir lögðu upp frá Skipavíkurslippnum í Stykkishólmi kl 16:50 og stefna á Vaðskakksey sem er í leið að Elliðaey sem er áningastaður á Legg 1. Það er kraftur í liðinu og greinilega knálega róið.
Veður; Vestan 3-6 m/sek . Ölduhæð : 0.4 m og 4,7 s Skýjað en úrkomulaust
Ölduhæð er samkv. dufli 18 km NV við Elliðaey.

Við fylgjumst með liðinu og höfum gaman af ;)

Mynd : Vaðstakksey, horft í suður

Kort: plus.google.com/photos/11326675796839424.../6181337865631134753
Kl 18:01 voru þau að fara fyrir NA enda Vaðstakkseyjar og stefna nú á Elliðaey
Þau hafa róið 5.3 km frá því þau lögðu upp og á 1 klst og 10 mín. Það er á móti smá öldu að fara 0.4 m . Það munar.

Elliðaey. þau stefna á skeifulaga voginn


(mynd: Mats Wibe Lund ) Mats.com

Róðrarstaðan kl 18:43

plus.google.com/photos/11326675796839424.../6180323090276777185

Nú er róðrarliðið lent í Elliðaey eftir 9.3 km róður á 1 klst og 57 mín. Samkvæmt planinu er ráðgert að stoppa góða stund í Elliðaey og skoða eyjuna og væntanlega nærast áður en haldi er í lokaáfangann á þessum fyrsta degi ferðar.

Nú er fremur smástreymt til sjávarfalla -þó einkum flóðs. Það er háfjara í Elliðaey um kl 18:30 . Þar sem ferðinni er heitið í Fagurey þá er þar flóð kl 01. eftir miðnætti. Þar er best að vera sem næst flóði vegna mjög langrar leirfjöru sem kemur uppúr á fjöru og þá mikið drullusvað að ganga með báta og búnað á tjaldstað..
Spennandi að fylgjast með tímasetningu á lendingu í Fagurey . :unsure:
Kl 20:00 færði leiðangurinn sig til í Elliðaey og er núna stopp við suðvesturendann á "skeifunni " Höfninni. Þar var gamli vitinn sem var reistur árið 1902 og fyrsti vitinn á Breiðafirði. Fáum allt um það í ferðasögunni :)

Nú er veður gott, Vestan 3-5 m/sek og ölduhæð sennilega hverfandi en skýjað. Hiti um 12 °C.
Fagurey

Mynd: Mats Wibe Lund , Mats .com

Kl 21:31

Nú er dautt á Spottækinu og engar upplýsingar að hafa lengur Þau eru örugglega komin í Fagurey Síðasta færsla á Spottækinu sýndi þau rúmlega hálfnuð frá Elliðaey í Fagurey. Frekari færslur hér eru háðar Spottækinum og ef það lifnar ekki við þá er þessi þráður jafndauður.

Kl 21:50

Kort : plus.google.com/photos/11326675796839424.../6180251593748178497
Nú er Spottækið farið að sýna aftur og allir ferlar inni. Þannig að það er komið líf í þráðinn á ný:
Róðrafólkið lenti í Fagurey um kl 21:13 í kvöld og á hefðbundnum tjaldstað. Nokkurt svað hefur verið að fara upp fjöruna á hálfföllnu en þó betra en á há fjöru. Fagurey er hreinn gullmoli að vera á og ánægjulegt að þau séu komin þangað svona snemma og eiga gott kvöld framundan . Nú er bara að bjóða þeim og öllum góða nótt og heyrumst í fyrramálið :P

Róður dagsins er um 14.7 km samkvæmt mælingu á korti. Verður er sennilega umþað bil logn eða hægur andvari og 10 °C hiti
Skýjað en þurrt. Það verður tæpast betra .

8.ágúst - ferðadagur nr 2

Það hefur gengið á með vindstrengjum í Fagurey seinni hlutanætur og í morgunsárið-og tjöldin hrists til. Kl. 10 voru 7-10 m/sek í Stykkishólmi af austan og svipaðir strengir og hjá ferðafólkinu -hiti um 10 °C. ,en um hádegi lægir á þeirra ferðaleið en þá er líklegt að lagt verði af stað með stefnuna á eyjarnar við Hrappsey- þar sem næsti næturstaður verður. Væntanlega heimsækja þau Klakkeyjar þann magnaða stað. Veðurútlit hjá þeim framundan er semsagt bara gott- smá mótbára á leið en hlýtt og skýjað-þurrt en þau verða í skjóli eyjanna sem framunda eru . Flóð er kl 13:30 . Meira þegar þau leggja upp ;)

Kl. 11:00

Nú er Spottækið komið í flæðarmálið (á batnum) og stutt í brottför frá Fagurey.

Kl. 12:10
Frá Arney - tekin í Klúbbferð fyrir nokkrum árum

Nú er stefnan á Arney sem er syðst í Langeyjarklasanum. Kannski komast þau Brjótinn sem er sundi milli Fremri Langeyjar og Arneyjar-frægt sund úr fornsögum okkar.

Kl 14:20

Kort : plus.google.com/photos/11326675796839424.../6181332178957034113

Nú hafa þau yfirgefið Arney eftir smá bið fram að háflóði til að komast um Brjótinn og stefna er á hinar mögnuðu Klakkeyjar sem eru norðan við Hrappsey
Klakkeyjar

Veður er ágætt hjá þeim , en sitthvoru megin við þau eru verulegir vindstrengir - en þau sleppa við þá. Smá skúraleiðingar gætu verið á leið þeirra -hiti 11 °C

Spottækið er í einhverju skralli hjá þeim eða illa staðsett á bátnum og engar sendingar borist í um klst. Þau eru örugglega komin í Klakkeyjar .

Komin í Klakkeyjar um kl 15.

Kort: plus.google.com/photos/11326675796839424.../6181334160641012065
Nú kl 16:00 hefur ferðahópurinn yfirgefið Klakkeyjar og er á Selsundi og rær með Hrappey
Hrappsey

Nú eru kayakræðararnir að komast á aðal tjaldstaðinn sem verður í Hrappsey - þeirri stórmerku eyju frá fyrri tíð.

Kl. 16:50
Kort : plus.google.com/photos/11326675796839424.../6180375589970742657
Nú eru kayakræðararnir lagstir í vör á Hrappsey neðan við bæinn og tjalda væntanlega á túninu og grilla
Þeir eru í langbesta veðrinu á þessum hluta Breiðafjarðar- svotil logn en gætu verið smáskúrir um miðnætti
Hiti er um 11 °C , skýjað . Þannig að nú er bara að hafa skemmtan góða , borða vel . Þeim gekk róðuirnn afar vel frá Klakkeyjum enda komin góður útfallsstraumur sem skreið með þau suður Selsundið og inná leguna í Hrappsey.
Þarna í Hrappsey stofnuðu og ráku menn fyrstu frjálsu prentsmiðjuna á Íslandi -hvorki meira né minna. Árið 1772 fékk Ólafur Ólafsson leyfi til að stofna prentsmiðju en Hólaprentverk skyldi þó halda einkarétti til að prenta guðsorð. Það hefur sennilega verið meiri vandi að prenta svoleiðis orð. Sem sagt stórmerkur staður Hrappsey.
Nú verður ekkert meir á þessum þræði fyrr en undir hádegi á morgun - þegar kayakfólkinu verður fylgt til Stykkishólms til ferðaloka :silly:
Róðrarvegalengdin í dag : 13.2 km ,mælt á korti
Góða skemmtun - eða þannig

9.8.2015

Núna kl. 12:10 lögðu kayakræðararnir upp frá Hrappsey og stefna vestur með Hrappseyjarklasanum og út á Breiðasund.
Og nú er lokaáfanginn Stykkishólmur við Skipavíkurslippinn.
Verður er gott- logn og stilltur sjór. Það er hálffallið að og því mótsraumur hjá þeim fyrst og síðan dálítið á hlið.
Leiðin hjá þeim verður uppfærð síðar ,hér , eftir framvindu ferðar.
Það eru rúmlega 8 km róður frá Hrappsey og í Stykkishólm. Þau gætu því verið þar um kl 14 ef engir útúrdúrar verða teknir ;)


Róðrarstaðan kl.14:35

Nú er kayakhópurinn farinn að nálgast Hólminn. Róðurinn frá Hrappsey með stefnu á Hvítabjarnarey og hringsólað um hana. Síðan var róið norðan Hesthöfða og að Bauluhólma utan við Maðkavík í Stykkishólmi. Og nú liggur leið að Skipavíkurslippnum þar sem ferð líkur - væntanlega kl. 15:00

Róðrarlok kl. 15:10 plus.google.com/photos/11326675796839424.../6180696174040253409

Þá er Breiðarfjarðarróðrinum lokið 38 km róður að baki á 3 dögum. samkvæmt mælingu á korti.
Seinasti leggurinn varði í 3 klst. og sennilega hefur sterkur aðfallsstraumur frá Hrappsey og að Hólminum verið tafsamur í bland við 4-6 m/sek mótvind. En við fáum brátt söguna alla og verður fróðlegt að vita hvernig raunveruleikinn í róðrinum var - og gaman verður að sjá allar myndirnar.

Nú er þessu spjalli og uppfærslu minni tengt þessum skemmtilega kayakróðri um Breiðafjarðareyjar- lokið

Takk fyrir skemmtunina :P

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

07 ágú 2015 10:54 - 07 ágú 2015 12:58 #12 by Sævar H.
Skemmtilegt að Spot tækið verður með í för og virkjað . Takk fyrir það.
Allt bendir til að veður og sjólag leiki ljúft við ykkur - alla ferðina.
Góða og skemmtilega sjókayakferð um magnað svæði :)

Þar sem ekkert kort af fyrirhuguðu róðrarsvæði er komið fram þá set ég hér inn yfirlitskort
Kannski uppfæri ég reglubundið stöðu róðurs eftir þeim upplýsingum sem Spot tækið gefur, en kortagrunnur þess er ekki góður þó staðsetningar séu mjög nákvæmar.
Kannski hafa einhverjir sem heima sitja gaman af svoleiðis
Yfirlitskort af róðrarsvæðinu

plus.google.com/photos/11326675796839424.../6180251593748178497

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

06 ágú 2015 23:31 #13 by SAS
Replied by SAS on topic Breiðafjarðarferð klúbbsins
Fyrir áhugasama sem ekki mæta en vilja fylgjast með, þá verður Spot tæki félagsins með sem má fylgjast með á eftirfarandi vefsíðu


kv

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

06 ágú 2015 19:50 #14 by Larus
Þá eru skráðir 22 ræðarar ferðina,.
Stefnum á að róa af stað kl. 16.00,
það þíðir að gott er að vera mættur a svæðið 14.30.
það tekur alltaf sinn tima að pakka i kayakinn og svo þarf að vera timi til að næra sig fyrir róðurinn.
Fra Reykjavík eru 170 km i Stykkishólm, væntanlega ca 2-2,5 timar.
Úr bænum um 12.00 ætti að passa.

Munið að taka vatn.

Sjáumst
lg

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

06 ágú 2015 18:31 #15 by RagnheidurGudmundsdottir
Við Eiríkur mætum :)
S. 864 3404 eða 820 9454
Kveðja Ragnheiður

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

Powered by Kunena Forum