Ferðalangarnir lögðu upp frá Skipavíkurslippnum í Stykkishólmi kl 16:50 og stefna á Vaðskakksey sem er í leið að Elliðaey sem er áningastaður á Legg 1. Það er kraftur í liðinu og greinilega knálega róið.
Veður; Vestan 3-6 m/sek . Ölduhæð : 0.4 m og 4,7 s Skýjað en úrkomulaust
Ölduhæð er samkv. dufli 18 km NV við Elliðaey.
Við fylgjumst með liðinu og höfum gaman af
Mynd : Vaðstakksey, horft í suður
Kort:
plus.google.com/photos/11326675796839424.../6181337865631134753
Kl 18:01 voru þau að fara fyrir NA enda Vaðstakkseyjar og stefna nú á Elliðaey
Þau hafa róið 5.3 km frá því þau lögðu upp og á 1 klst og 10 mín. Það er á móti smá öldu að fara 0.4 m . Það munar.
Elliðaey. þau stefna á skeifulaga voginn
(mynd: Mats Wibe Lund ) Mats.com
Róðrarstaðan kl 18:43
plus.google.com/photos/11326675796839424.../6180323090276777185
Nú er róðrarliðið lent í Elliðaey eftir 9.3 km róður á 1 klst og 57 mín. Samkvæmt planinu er ráðgert að stoppa góða stund í Elliðaey og skoða eyjuna og væntanlega nærast áður en haldi er í lokaáfangann á þessum fyrsta degi ferðar.
Nú er fremur smástreymt til sjávarfalla -þó einkum flóðs. Það er háfjara í Elliðaey um kl 18:30 . Þar sem ferðinni er heitið í Fagurey þá er þar flóð kl 01. eftir miðnætti. Þar er best að vera sem næst flóði vegna mjög langrar leirfjöru sem kemur uppúr á fjöru og þá mikið drullusvað að ganga með báta og búnað á tjaldstað..
Spennandi að fylgjast með tímasetningu á lendingu í Fagurey .
Kl 20:00 færði leiðangurinn sig til í Elliðaey og er núna stopp við suðvesturendann á "skeifunni " Höfninni. Þar var gamli vitinn sem var reistur árið 1902 og fyrsti vitinn á Breiðafirði. Fáum allt um það í ferðasögunni
Nú er veður gott, Vestan 3-5 m/sek og ölduhæð sennilega hverfandi en skýjað. Hiti um 12 °C.
Fagurey
Mynd: Mats Wibe Lund , Mats .com
Kl 21:31
Nú er dautt á Spottækinu og engar upplýsingar að hafa lengur Þau eru örugglega komin í Fagurey Síðasta færsla á Spottækinu sýndi þau rúmlega hálfnuð frá Elliðaey í Fagurey. Frekari færslur hér eru háðar Spottækinum og ef það lifnar ekki við þá er þessi þráður jafndauður.
Kl 21:50
Kort :
plus.google.com/photos/11326675796839424.../6180251593748178497
Nú er Spottækið farið að sýna aftur og allir ferlar inni. Þannig að það er komið líf í þráðinn á ný:
Róðrafólkið lenti í Fagurey um kl 21:13 í kvöld og á hefðbundnum tjaldstað. Nokkurt svað hefur verið að fara upp fjöruna á hálfföllnu en þó betra en á há fjöru. Fagurey er hreinn gullmoli að vera á og ánægjulegt að þau séu komin þangað svona snemma og eiga gott kvöld framundan . Nú er bara að bjóða þeim og öllum góða nótt og heyrumst í fyrramálið
Róður dagsins er um 14.7 km samkvæmt mælingu á korti. Verður er sennilega umþað bil logn eða hægur andvari og 10 °C hiti
Skýjað en þurrt. Það verður tæpast betra .
8.ágúst - ferðadagur nr 2
Það hefur gengið á með vindstrengjum í Fagurey seinni hlutanætur og í morgunsárið-og tjöldin hrists til. Kl. 10 voru 7-10 m/sek í Stykkishólmi af austan og svipaðir strengir og hjá ferðafólkinu -hiti um 10 °C. ,en um hádegi lægir á þeirra ferðaleið en þá er líklegt að lagt verði af stað með stefnuna á eyjarnar við Hrappsey- þar sem næsti næturstaður verður. Væntanlega heimsækja þau Klakkeyjar þann magnaða stað. Veðurútlit hjá þeim framundan er semsagt bara gott- smá mótbára á leið en hlýtt og skýjað-þurrt en þau verða í skjóli eyjanna sem framunda eru . Flóð er kl 13:30 . Meira þegar þau leggja upp
Kl. 11:00
Nú er Spottækið komið í flæðarmálið (á batnum) og stutt í brottför frá Fagurey.
Kl. 12:10
Frá Arney - tekin í Klúbbferð fyrir nokkrum árum
Nú er stefnan á Arney sem er syðst í Langeyjarklasanum. Kannski komast þau Brjótinn sem er sundi milli Fremri Langeyjar og Arneyjar-frægt sund úr fornsögum okkar.
Kl 14:20
Kort :
plus.google.com/photos/11326675796839424.../6181332178957034113
Nú hafa þau yfirgefið Arney eftir smá bið fram að háflóði til að komast um Brjótinn og stefna er á hinar mögnuðu Klakkeyjar sem eru norðan við Hrappsey
Klakkeyjar
Veður er ágætt hjá þeim , en sitthvoru megin við þau eru verulegir vindstrengir - en þau sleppa við þá. Smá skúraleiðingar gætu verið á leið þeirra -hiti 11 °C
Spottækið er í einhverju skralli hjá þeim eða illa staðsett á bátnum og engar sendingar borist í um klst. Þau eru örugglega komin í Klakkeyjar .
Komin í Klakkeyjar um kl 15.
Kort:
plus.google.com/photos/11326675796839424.../6181334160641012065
Nú kl 16:00 hefur ferðahópurinn yfirgefið Klakkeyjar og er á Selsundi og rær með Hrappey
Hrappsey
Nú eru kayakræðararnir að komast á aðal tjaldstaðinn sem verður í Hrappsey - þeirri stórmerku eyju frá fyrri tíð.
Kl. 16:50
Kort :
plus.google.com/photos/11326675796839424.../6180375589970742657
Nú eru kayakræðararnir lagstir í vör á Hrappsey neðan við bæinn og tjalda væntanlega á túninu og grilla
Þeir eru í langbesta veðrinu á þessum hluta Breiðafjarðar- svotil logn en gætu verið smáskúrir um miðnætti
Hiti er um 11 °C , skýjað . Þannig að nú er bara að hafa skemmtan góða , borða vel . Þeim gekk róðuirnn afar vel frá Klakkeyjum enda komin góður útfallsstraumur sem skreið með þau suður Selsundið og inná leguna í Hrappsey.
Þarna í Hrappsey stofnuðu og ráku menn fyrstu frjálsu prentsmiðjuna á Íslandi -hvorki meira né minna. Árið 1772 fékk Ólafur Ólafsson leyfi til að stofna prentsmiðju en Hólaprentverk skyldi þó halda einkarétti til að prenta guðsorð. Það hefur sennilega verið meiri vandi að prenta svoleiðis orð. Sem sagt stórmerkur staður Hrappsey.
Nú verður ekkert meir á þessum þræði fyrr en undir hádegi á morgun - þegar kayakfólkinu verður fylgt til Stykkishólms til ferðaloka
Róðrarvegalengdin í dag : 13.2 km ,mælt á korti
Góða skemmtun - eða þannig
9.8.2015
Núna kl. 12:10 lögðu kayakræðararnir upp frá Hrappsey og stefna vestur með Hrappseyjarklasanum og út á Breiðasund.
Og nú er lokaáfanginn Stykkishólmur við Skipavíkurslippinn.
Verður er gott- logn og stilltur sjór. Það er hálffallið að og því mótsraumur hjá þeim fyrst og síðan dálítið á hlið.
Leiðin hjá þeim verður uppfærð síðar ,hér , eftir framvindu ferðar.
Það eru rúmlega 8 km róður frá Hrappsey og í Stykkishólm. Þau gætu því verið þar um kl 14 ef engir útúrdúrar verða teknir
Róðrarstaðan kl.14:35
Nú er kayakhópurinn farinn að nálgast Hólminn. Róðurinn frá Hrappsey með stefnu á Hvítabjarnarey og hringsólað um hana. Síðan var róið norðan Hesthöfða og að Bauluhólma utan við Maðkavík í Stykkishólmi. Og nú liggur leið að Skipavíkurslippnum þar sem ferð líkur - væntanlega kl. 15:00
Róðrarlok kl. 15:10 plus.google.com/photos/11326675796839424.../6180696174040253409
Þá er Breiðarfjarðarróðrinum lokið 38 km róður að baki á 3 dögum. samkvæmt mælingu á korti.
Seinasti leggurinn varði í 3 klst. og sennilega hefur sterkur aðfallsstraumur frá Hrappsey og að Hólminum verið tafsamur í bland við 4-6 m/sek mótvind. En við fáum brátt söguna alla og verður fróðlegt að vita hvernig raunveruleikinn í róðrinum var - og gaman verður að sjá allar myndirnar.
Nú er þessu spjalli og uppfærslu minni tengt þessum skemmtilega kayakróðri um Breiðafjarðareyjar- lokið
Takk fyrir skemmtunina