Það eru svo tveir aðrir hópar sem bæta má við á Listann um ólík áhugamál sjóræðara:
11. Leiðsaga og róðrastjórn (Sea leader)
12. Þjálfun og kennsla (Coaching)
Við Guðni Páll ætlum báðir til UK í haust til að vinna að 5 stjörnu leiðsögn og getum vonandi æft okkur eitthvað saman áður. Það gæti nýst öðrum áhugasömum t.d. ef einhver er að stefna á 4ra stjörnu þjálfun og próf því að inntökuskilyrði fyrir 4ra stjörnu próf eru:
- 3ja stjörnu færni - siglingafræðinámskeið - fullnægjandi frammistaða í þjálfun - fyrsta hjálp
- 24 skráðar sjóferðir amk 4 klst langar sem gefa fjölbreytta reynslu (strandir, sjólag, hafsvæði, birtuskilyrði, myrkur, fallastraumur að 3 kn, vindur að BF5, þveranir að 2 nm, útileguferðir)
- 5 þessara ferða farnar sem aðstoðar-'leader'
Venjulegir félagsróðrar ná aldrei þessum 4 klst, það eru aðeins sumarferðir klúbbsins. Það er lítið mál að bæta úr því.
Magnús Sigurjónsson hefur haldið þjálfunarnamskeið í samstarfi við kennra frá Cornwall og ISKGA alþjóða leiðsögu á sjókajak, en reynslunnar verður hver og einn að afla sér sjálfur.