Fiskifréttir

26 ágú 2015 20:35 - 26 ágú 2015 21:49 #1 by Sævar H.
Replied by Sævar H. on topic Fiskifréttir
Er ekki upplagt að kayakmenn taki þetta net upp og komi því í förgun ? Betra en að hafa þessa slysagildru þarna. Ég var að hugsa um að draga það á land en þá lá það bara í fjörunni . Var of þungt fyrir mig einan. Það má t.d skera það í þrjá til fjóra parta og á 3-4 kayaka. Góð ,holl og nytsamleg æfing :-)
En með vindinn þarna í dag. Hann kemur glögglega fram á veðurkortinu sem mjög hvass strengur frá Esju og þá á Þerneyjarsund
Vindur sem rótar upp öldu þarna. Finnst mér
Ég ætlaði í róður þarna um kl 14 en hætti við útaf þessum vindbelgingi sem veðurkortið sýndi-orðinn of gamall í svoleiðis :-)

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

26 ágú 2015 20:16 - 26 ágú 2015 20:21 #2 by Gíslihf
Replied by Gíslihf on topic Fiskifréttir
Ég verð róðrarstjóri í félagsróðri á morgun og sé þetta draslnet nú frá öðru sjónarhorni: SLYSAGILDRA.
Ef róið er umhverfis Geldinganes þá læt ég hópinn taka sveig fram hjá þessum stað. Það er miður því að besta lendingin á norðurhlið Geldiinganess og stundum sú eina, er í vík þarna fyrir innan. Ég reri þennan hring áðan og hætti við að lenda þarna, þori því hreinlega ekki í slíkum aðstæðum nema vera viss um að netið sé farið.
Í 'Veltuvík' var SA-átt, síðan tók við austan lens, við mitt nesið kom Vindstrengur frá Kjalarnesi sem náði inn á vesturhelming Geldinganess, þannig að allt að meters öldur, sumar með brotum, náðu að landi en stilltust upp við klettana líklega af frákastinu.
Loks var mótvindur inn Eiðsvíkina.
Þetta sést ekki á korti Veðurstofu, aðeins NA átt, en líklega er um iður (eddy) að ræða í skjóli Esjunnar.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

20 ágú 2015 17:24 - 20 ágú 2015 17:25 #3 by Sævar H.
Replied by Sævar H. on topic Fiskifréttir
Ég átti leið þarna um við Helguhólinn, í gær. Skoðaði þetta net. Mér finnst að því hafi eingöngu verið sinnt úr landi . Sjómenn leggja net við tvo stjóra og ekki tengt við land. Aðstæður þarna á klettunum gera það mögulegt að ganga svona frá því úr landi. Ástandið á netinu var slæmt til veiðiskapar - mikil gróðurmyndun á öllum möskvum (slý ) og greinilega lengið talsverðan tíma þarna án umhirðu.
Ekki dró ég það upp -reri bara með því . Engan fisk sá ég í því . Semsagt bara drasl þarna.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

18 ágú 2015 14:54 #4 by Andri
Replied by Andri on topic Fiskifréttir
Á veiðimannamáli hefði Gísli fastur í netinu heitið ódráttur :)

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

18 ágú 2015 14:12 #5 by Orsi
Replied by Orsi on topic Fiskifréttir
..við Össi hefðum fundið þig fyrr eða síðar og losað þig.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

18 ágú 2015 11:47 - 18 ágú 2015 11:50 #6 by Gíslihf
Replied by Gíslihf on topic Fiskifréttir
Netið er þarna ennþá. Í morgun var flóð og þá er bandið og festing í land í kafi þannig að ekkert sést nema ein kókflaska sem er flot á endanum.
Nú sást enginn fiskur þannig að nýbúið er að hreinsa úr netinu.
Ég settin árina frá mér í teygju og fór að draga hluta af netinu upp af forvitni, steinateinninn var þungur við hlið sjókeips án stuðningsflots. Allt í einu áttaði ég mig á því að þetta var hætttulegt og ég var ekki einu sinni með hníf við hendina.
"Kajakræðari veiðist í fiskinet" væri leiðinleg frétt.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

04 ágú 2015 19:11 #7 by Sævar H.
Replied by Sævar H. on topic Fiskifréttir
Sit on top bátar eru eingöngu ætlaðir til fiskveiða .
Þannig bátum hefur fjölgað gríðarlega .
Ekki langt síðan ég var upplýstur hjá GG sport um að meira en 100 slíkir hafi selst á árinu og margir voru fyrir.
Það er því eðlilegt að þessir bátar fari á sjó - og komi að landi með afla.
Það er eðlið.
Gera má ráðfyrir að álag á Geldinganesið aukist verulega vegna svoleiðis bátamennsku- einkum frá vori fram á haust.
Það er því eðlilegt að brýnt sé fyrir þessum fiskimönnum að ganga snyrtilega um fjörur .
Ljóst má vera að sjókayakfólkið er ekki lengur eitt um svæðið.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

04 ágú 2015 18:23 - 04 ágú 2015 18:24 #8 by Gíslihf
Replied by Gíslihf on topic Fiskifréttir
Ég veit að Sævar kann til verka og getur kennt okkur hinum.
En hvað um Sit-onTopparana, eru þeir að gera í sitt ból?
Hvað sem því líður þá er ánægjulegra að koma á svæðið, ekki síst með eiginkonur og aðra gesti, ef fjaran er hrein. Það er bara best að ég taki með mér ruslapoka næst.
Ég þekki ágætan mann sem var háttsettur hjá Samtökum fiskvinnslustöðva og sagði farir okkar ekki sléttar er höfðum farið í brimæfingar við Þorlákshöfn, en komið heim með búnað gegsósa af lifrarbrækju og lýsislykt. Hann sagði að við ættum ekki að vera svo vitlausir að vera á kajak nálægt fiskvinnslu eða bræðslu. Ég vildi þó snúa kröfunni upp á fiskvinnsluna, að ganga vel bæði um auðlindina og umhverfið.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

04 ágú 2015 17:49 - 04 ágú 2015 17:49 #9 by Sævar H.
Replied by Sævar H. on topic Fiskifréttir
Þar sem ég er fiskimaður á sjó og fer stundum út frá þeim almenningi sem fjaran þarna á Eiðsvíkinni og við eiðið er- það er frjálst val.
Að stunda aðgerð á fiski í fjöru og skilja úrganginn eftir er óásættanleg umgengni-eins og gildir um rusl almennt.
Hjá mér er förgun á þessu eins og hjá útgerðum og fiskvinnslum- almennt.

Netalagnir þar sem laxgöngur fara um eru óheimilar og lögbrot - sem er þá kæranlegt.

En í "eigið ból" Kayakklúbburinn er ekki eigandi af fjörunni þarna við eiðið - en hefur sama afnotarétt og aðrir til sjósetninga og landtöku.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

04 ágú 2015 15:28 #10 by Gíslihf
Fiskifréttir was created by Gíslihf
Ég fór með Lilju í blíðunni í morgun Geldinganeshring. Landið var fagurt og frítt og fuglarnir sungu og léku undir. Hrafnar voru um allt og var það greinilega illa þokkað af heimavarnarliðinu.

Nýr flokkur af rusli er nú farinn að sjást á Eiðinu það er slóg hausar og beinagarður úr fiski. Ég trúi því varla upp á okkur félagana að flaka afla og henda slóginu svo í okkar eigið ból.

Annað minnti skemmtilega á söguna af Helgu á Helguhóli, sem á að hafa lifað á laxveiðum. Í víkinni þar fyrir austan, var nefnilega nælonnet, bundið í land, með kóflösku fyrir flot. Í því voru m.a. 4 punda lax dauður og 6 punda lax spriklandi. Þarna er örugglega um lögbrot að ræða eða hvað segja fróðir menn um það?

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

Powered by Kunena Forum