Gullinbrú um helgina?

20 ágú 2015 05:51 #1 by Jói Kojak
Replied by Jói Kojak on topic Gullinbrú um helgina?
Bara halla sér inn í beygjurnar og horfa thangad sem madur ætlar thegar madur krossar straumlínuna B)

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

16 ágú 2015 20:17 - 16 ágú 2015 20:20 #2 by Gíslihf
Replied by Gíslihf on topic Gullinbrú um helgina?
Þátttaka var góð: Örlygur, Sveinn, GHF, Bjarni, Jónas, Perla og Guðni Páll. Sævar og Andir voru í áhorfendastæði og tóku eitthvað af myndum - spurning hvort við fáum að sjá eitthvað frá þeim.

Hingað til hef ég reynt að vera í þessum aðstæðum án þess að velta, skáskjóta yfir með róðri og togstýringu, inn og út milli straums og lygnu og fleira.
Nú lét maður vaða í veltur og vandræði og tókst það stundum vel en ekki alltaf.
Það má þá e.t.v. segja a fyrsta stig sé að komast hjá veltum og næsta stig sé sull og viljandi veltur.

Æfingin var góð og þörf - og nú er sjórinn hlýr.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

16 ágú 2015 13:55 - 16 ágú 2015 13:55 #3 by Gíslihf
Replied by Gíslihf on topic Gullinbrú um helgina?
PS: Tökum hjálmana með!
Það er líka skemmtilegt að hafa straumkastlínu eða Jeff Allen Throwtow fyrir þá sem vilja æfa slíka hluti.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

16 ágú 2015 12:43 #4 by Gunni
Replied by Gunni on topic Gullinbrú um helgina?
Fyrir suma er útfallið stórskemmtilegt og lærdómsríkt.

Attachments:

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

16 ágú 2015 12:21 #5 by SAS
Replied by SAS on topic Gullinbrú um helgina?
Mæti

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

16 ágú 2015 11:44 #6 by SPerla
Replied by SPerla on topic Gullinbrú um helgina?
Mæti, verð í Geldingarnesi kl. 3

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

16 ágú 2015 11:02 #7 by Orsi
Replied by Orsi on topic Gullinbrú um helgina?
Gott frumkvæði hjá Jónasi að drífa liðið á flot.
Eins og veðrið er nú milt og yndislegt. Stefni á mætingu.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

16 ágú 2015 10:34 - 16 ágú 2015 10:37 #8 by Gíslihf
Replied by Gíslihf on topic Gullinbrú um helgina?
Straumurinn er mestur kl hálf fimm og ágætt að vera kominn áður undir brúna.
Ég ætla að mæta í Geldinganesi kl.15 til að galla mig og róa að Gullinbrú. Svo eru það æfingar í eina klst.
Maður kemst ekki upp á móti straumi fyrr en kl 17 og er búinn að róa til baka og klár í heimferð kl. 18. Þetta er planið og sjáum til hvort einhverjir eiga samleið.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

15 ágú 2015 17:58 #9 by SPerla
Replied by SPerla on topic Gullinbrú um helgina?
Ég er til í á sunnudaginn. Er það kl. hálf fjögur eða ????
Kæmi þá róandi frá Gnesi.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

14 ágú 2015 23:46 #10 by Jónas G.
Replied by Jónas G. on topic Gullinbrú um helgina?
Ahh, ruglaðist á föllum, auðvitað er það innfallið sem maður notar, stefnum á sunnudaginn.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

14 ágú 2015 21:25 - 14 ágú 2015 21:26 #11 by Gíslihf
Replied by Gíslihf on topic Gullinbrú um helgina?
Jónas, straumurinn út úr Grafarvogi er máttlaus, það er straumurinn inn, um þrem tímum eftir fjöru sem er kraftmeiri.
Það merkir á laugardag: Fjara kl. 12:56 + 3 klst þ.e. um kl. 16 og
Á sunnudag: Fjara 13:24 + 3 klst þ.e. um kl. 16:30 ±1 klst. eða frá kl hálf fjögur síðdegis.

Ég kemst ekki á morgun, en vonandi á sunnudag. Fínt að velta í straumnum ofl.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

14 ágú 2015 19:34 #12 by Jónas G.
Hæ, hefur einhver áhuga á að kíkja í strauminn undir Gullinbrú um helgina? Mér líst best á sunnudagsmorgun ca. 9:00-9:30 á sjó, kvöldflóðið er soldið seint en fyrramálið kemur alveg til greina, (ég get skutlað einum bát í bryggjuhvefið ef einhverjum vantar far).
Jónas

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

Powered by Kunena Forum