Í morgunblíðunni dró ég keip minn upp milli steina neðan við kofann í Lundey og settist. Lundinn var önnum kafinn við að bera sýli í unviðið. Einn settist rétt hjá mér og varð nokkuð hverft við en skellti sér svo inn í holuna með fenginn.
Hann hefur ekki hátt, það heyrist aðeins vængjaþytur og svo korrið úr holunum sem vekur með mér ljúfar minningar úr Eyjum. Það fer að kominn tíminn þegar ungarnir fá ekki meira borið á borð og þá skríða þeir í fyrsta sinn út til að skoða veröldna: Hungrið rekur þá út á sjó þar sem þeir kunna að synda og kafa án þess að fara á námskeið og þeir læra flótt að grípa sýli í gogginn.
Kjóinn renndi sé hratt og hljótt í lágflugi eða steypiflugi og reyndi að koma aftan að lundunum sem voru búnir að veiða björg í bú og ræna þá aflanum.