Æfingar og leikur

26 ágú 2015 13:45 #1 by Gíslihf
Replied by Gíslihf on topic Æfingar og leikur
Það eru hressileg skilyrði til þjálfunar í vindi og erfiðu sjólagi við Seltjarnarnes í kvöld.
Þurfa ekki einhverjir að skoða það fyrir keppnina á laugardag?

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

23 ágú 2015 20:55 - 23 ágú 2015 20:57 #2 by Gíslihf
Replied by Gíslihf on topic Æfingar og leikur
Þetta var hressandi æfing hjá okkur GPV, Herði og Andra.
Andri var fenginn til að leika fórnarlamb í bát sem fylltist framlest og mannnop í þannig að hann sat í bát sem rak upp skutinn eins og hann væri í LazyBoy stól. Guðni Páll stjórnaði aðgerðum og við komum Andra fljótt í þurran bát aftur, með neyðarlúgu á framlestinni.
Síðan lék hann meiddan ræðara úr axlarlið, ég stjórnaði aðgerðum, Hörður dró, en GPV kom sjúklingnum í bátinn og studdi þar til ég tók við honum við fjöru.
Það var svo Doktor Guðni Páll sem setti Andra í axlarlið ofan á stórum steini.
Enginn smá snillingur hann Guðni Páll :)
En í alvöru, ég lærði ýmislegt af honum á þessari æfingu.

Við látum vita þegar okkur vantar meðleikendur næst, það gæti orðið ferð fyrir Reykjanestá í mesta fallastraumi, brimlendingar eða eitthvað annað.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

23 ágú 2015 12:09 #3 by Gíslihf
Æfingar og leikur was created by Gíslihf
Í dag sunnudag 23. ágúst - á sjó kl 17.
Við Guðni Páll ætlum að æfa ýmsa þætti næstu vikur á sjókajak og látum vita til að aðrir geti haft skemmtun af og aukna færni í leiðinni. Haustið er góður tími, sjórinn volgur og vetur framundan.
Póstur á hóp 'þriðjudagsræðara' gaf aðeins eitt svar, en gott væri að hafa fleiri með í þessum æfingum, þó ekki byrjendur.
Í dag ætlum við að vera í nágrenni við Geldinganesið og leika og æfa hvernig við fáumst við eftirfarandi:
  1. bátur er skemmdur á sjó
  2. ræðari er meiddur eða veikur á sjó

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

Powered by Kunena Forum