Þetta var hressandi æfing hjá okkur GPV, Herði og Andra.
Andri var fenginn til að leika fórnarlamb í bát sem fylltist framlest og mannnop í þannig að hann sat í bát sem rak upp skutinn eins og hann væri í LazyBoy stól. Guðni Páll stjórnaði aðgerðum og við komum Andra fljótt í þurran bát aftur, með neyðarlúgu á framlestinni.
Síðan lék hann meiddan ræðara úr axlarlið, ég stjórnaði aðgerðum, Hörður dró, en GPV kom sjúklingnum í bátinn og studdi þar til ég tók við honum við fjöru.
Það var svo Doktor Guðni Páll sem setti Andra í axlarlið ofan á stórum steini.
Enginn smá snillingur hann Guðni Páll
En í alvöru, ég lærði ýmislegt af honum á þessari æfingu.
Við látum vita þegar okkur vantar meðleikendur næst, það gæti orðið ferð fyrir Reykjanestá í mesta fallastraumi, brimlendingar eða eitthvað annað.