Þessi félagsróður gekk vel eins og félagsróðrar gera venjulega.
Guðni Páll var mín hægri hönd og við létum róðurinn snúast um að æfa lendingu hóps í grýttri og brattri fjöru þar sem Örlygur fékk það verkefni að fara fyrstur inn og síðastur út - og við ræddum um vindinn a svæðinu og æfðum eitthvað fleira, en veður og sjólag var heldur betra en spáð var.
Tæplega tuttugu bátar voru á sjó, þar af flestir klúbbbátarnir, enda komu 4 erlendir gestir og umsjónarmaður ævintýrabrautar við Keili. Einn erlendu gestanna (Gabriel) er hér vegna þjálfunar Keilisnemenda og sagði hann einslega við mig að sér virtust klúbbfélagar ekki hlýða mér! Ég útskýrði það fyrir honum en ég hefði gaman að vita hvað þið hefðuð sagt
Annar 'erlendi' gesturinn er stúlka búsett hér og ætlar að ganga í klúbbinn.
Einn bátur af grænlenskri gerð var í hópnum, Oddur var á honum og gekk vel,, en hann fékk sérlega tilsögn hjá okkur Þóru í síðasta félagsróðri og hefur það skilað sér.