Af kayak maraþonum

29 ágú 2015 17:54 - 31 ágú 2015 15:22 #1 by Sævar H.
Einu sinni á minni kayakævi lagði ég í heilt maraþon , 42 km.
Róðrarleiðin lá frá eiðinu á Geldinganesi og með marki í Hvammsvík í Hvalfirði.
Allir vorum við keppendur á þesslags bátum sem þá tíðkuðust almennt ,utan straumróðurs.
Bæði voru þetta plastbátar og trefjabátar- ein heimasmíði frá Afríku.
Keppendur voru allt frá fremstu íþróttamönnum í sjókayakróðrum og til gamlingja sem héldu áralagi eftir bestu getu- engar stjörnur komar á þeim tíma- þó margir væru með blik í augum.
Veður átti að vera gott en hverjum keppanda var afhent blys og kort af leiðinni.
Svo var flautað til leiks.
Stafalogn var í upphafi og vel norður fyrir Þerney – þá fór að kula ofanaf Esjunni en samt stillt í sjó. Þegar við nálguðumst Kjalarnestangana fór heldur betur að færast fjör í vind og sjó.
Hvirfilvindar gengu niður af Esjunni með látum og þyrluðu upp haugasjó á svipstundu og allt á hlið.
Einhverjir fóru þá á hliðina og voru teknir um borð í björgunarbát.
Ég náði að komast fljótt í skjól af landi og náði á ágætum tíma í stoppistöðina í Brautarholti á tímanum 2:08 og var einhverstaðar í miðju eftir þessa 15 km.
Þar var 5 mín stopp og smörrebrauð með kók.
Nú var vindur vaxandi út Hvalfjörðinn ásamt útfallsstraum.
Fljólega fór að reyna vel á menn og einn af öðrum fékk vöðvakrampa af álaginu og voru fluttir í land þ.á. m. fremstu íþróttamennirnir í kayakróðri.
Ég hafði tekið þá stefnu að róa þétt með landinu sem hefur bjargað því sem bjargað varð af þessum miðspotta að Hvalfjarðareyri.
Ég lenti sum sé í góðu „eddy“ án þess að vita það.
En samt voru átökin mikil og vöðvakrampi fór að gera vart við sig í magavöðvum.
Þá tók ég upp sama áralag og kanómenn nota-róa á annað borðið meðan ég hvíldi andstæðan magavöðva og svo koll af kolli-en hægt gekk. Ítrekaðar tilraunir voru gerðar af mótsstjórn til að fá mig um borð í björgunarbátinn – en afþakkað og sagði mig frá keppni, enda þá enginn til að keppa við .
Þeir sem fyrir aftan mig höfðu verið voru allir komnir um borð í björgunarbátinn.
Og áfram var haldið í átt að Hvalfjarðareyri.

Þegar ég komst þangað voru allir úr mótsstjórninni farnir inní Hvammsvík að hylla sigurvegarann.
Í fjöru lenti ég eftir 32 km róður frá Geldinganesinu í slæmum aðstæðum .
Sem sagt ég lauk við 2/3 ,rúmlega af heilu mararþoni.
Mér og bátnum var síðan kippt upp í bíl og keyrt á sigurhátíð í Hvammsvík .
Eftir þetta afrek lauk öllum mínum maraþonhugleiðingum - nema sem áhorfandi.
Ég ætla að mæta við svoleiðis á morgun- horfa á og jafnvel klappa fyrir fremstu mönnum og konum

Góða skemmtum. Sjáumst hress á morgun í 1/2 maraþoni við góðar aðstæður :P
Attachments:

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

Powered by Kunena Forum