Það er stórstreymt og hefði verið hægt að æfa veltu í 5 metra fjarlægð frá pallinum áðan og flæddi yfir Eiðið og einn bíll strandaglópur fyrir handan!
Ég reri undir Gullinbrú og þar voru læti og verrra að vera einn.
Nokkrir félagar voru við æfingar eftir að hálfmaraþon dagskránni lauk, Einn með son sinn á heimasmíðuðum grænlenskum kajak, ég undir Gullinbrú, einn í langróðri upp á Kjalarnes, einn í veltuæfingum og loks einn að prófa surfskíði klúbbsins.
Næstu 2-3 daga er mikill straumur, undir Gullinbrú: Mánudag um kl 16, þrd um 17 og mvd um 18.
Ég verð eftir hádegi næstu daga við Geldinganes við einhverjar æfingar eða róður og til í að fara undir Gullinbrú ef einhver hefur áhuga. Ef einhver kemur á staðinn og vill hafa samband er ég með símann með 8220536.