Félagsróður 3. október

03 okt 2015 13:43 #1 by Klara
Replied by Klara on topic Félagsróður 3. október
Undirrituð játar hvorki né neitar því að hafa borið skilaboð veðurstofunnar um brakandi kayakblíðu í dag og vísar allri ábyrgð heim til föðurhúsanna, þ.e. Veðurstofunnar. Vanhæf veðurstofa!

Brakandi kayakblíðan, sem einhverjir mættu til að njóta, reyndist vera tálsýn ein. Við fengum reyndar fallegt veður í fyrri hluta róðurs, sem var frá höfuðstöðvum okkar út í Viðey. Þar var tekin stutt kaffipása áður en haldið var áfram og Viðey hringuð. Seinni hluta ferðarinnar blés aðeins á okkur að Norðan og á milli Viðeyjar og Lundeyjar reyndi aðeins á jafnvægislist þeirra sem minna eru vanir. Einn ræðari fékk sér hressandi laugardagsbað en var snarlega bjargað aftur í bátinn. Það voru 14 ræðarar sem lögðu af stað frá Eiðinu góða, en fljótlega fjölgaði í hópnum þegar útileigumennirnir tveir sem höfðu næturvist í Akurey bættust við. Takk fyrir góða morgunstund, sjáumst í næstu viku.
Klara.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

02 okt 2015 09:43 #2 by Klara
Undirrituð verður róðrarstjóri í félagsróðri á morgun.
Veðurspá er nokkuð góð, kul skv. veðurskilgreiningum (nánast logn fyrir okkur venjulega fólkið), 2°hiti og lítilsháttar rigning.
Róðrarleið verður ákveðin á pallinum en aldrei að vita nema að Viðeyjarhringur verði fyrir valinu með stuttu kaffistoppi.

Aðstæður verða góðar fyrir þá sem hafa lítið farið á sjó undanfarið og hvetjum við þá til að mæta.

Sjáumst á morgun.
Klara.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

Powered by Kunena Forum