Léttar kanóæfingar EN 5 stjörnu á sjókeip

03 okt 2015 19:22 - 03 okt 2015 19:23 #1 by Gíslihf
Já tímaplanið er óbreytt, við verðum mættir fyrir hálf ellefu, kikjum á kort, stefnur, vegal/tíma, sjávarhæðir og þess háttar inni, og gerum svo eitthvert gædaverkefni og björgun. Vindur verður nægur :)

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

03 okt 2015 19:21 - 03 okt 2015 19:21 #2 by Guðni Páll
Allt á plani á morgun, gott að mæta kl 10:30 og fara aðeins yfir planið :D

Kv Guðni

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

03 okt 2015 19:06 #3 by Klara
er óbreytt plan hjá ykkur í fyrramálið?
Ég er til í æfingar eða róður eða bæði :woohoo:

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

02 okt 2015 19:43 #4 by Gíslihf
Takk Lárus. Gabriel, kanadamaður sem er að kenn hjá Keili og var með hópnum frá þeim í sjókayakþjálfun í Stykkishólmi og síðan í straumþjálfun við Drumbó - ætlar að koma í félagsróðurinn í fyrramálið.
Hann ætlar líka að koma rétt fyrir kl 9 og taka nokkrar æfingar með mér við fjöruborðið. Við getum þá líka skoðað hvernig kayak nýtist til aðstoðar við að rétta af fullan kanó og aðstoða við að koma sundmönnum upp í.
Sjáumst.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

02 okt 2015 19:26 #5 by Larus
Mæti i kanoæfingar með þér


lg

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

02 okt 2015 16:33 #6 by SPerla
Ég skal vera "fórnarlamb" á sunnudaginn, mæti í Geldingarnes 10:30 :)

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

02 okt 2015 15:21 - 02 okt 2015 15:26 #7 by Gíslihf
Það er margt í boði hjá okkur þessa dagana, Gullinbrú, félags- og æfingaróðrar, sundlaugaræfingar og loks næturróðrar í umsjá Örlygs. Við Guðni Páll erum að fara utan hvor í sitt 5 stjörnu verkefnið, þar sem reynir á rötun og skipulagningu í myrkri og straumi. Þá þarf að róa í myrkri á ókunnri slóð, eftir korti og tækjum, skoðuð í daufu ljósi og átta sig á siglingaljósum og baujum.
Ég þarf að gera nokkrar æfingar við Eiðið á kanó í fyrramálið (ld) og mæti um kl. 9 - ekki væri verra ef einhver hefði gaman af að vera með mér í björgunaræfingum, allt mikið léttara fyrir tvo.
Síðan ætlum við Guðni Páll að gera einhverjar 5* æfingar, (svipaðar og 4*) í vindinum á sunnudag - mætum líklega kl. 10:30 - á sjó kl. 11. Æfingafélagar og 'fórnarlömb' væru mjög velkomin í hópinn!
Þá er ekkert eftir nema ef vera kynni smá upphitun í Þorlákshöfn eftir helgina - og svo að lesa fræðin áfram :)

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

Powered by Kunena Forum