Náttúruverndarlög

06 okt 2015 14:06 #1 by Jói Kojak
Replied by Jói Kojak on topic Náttúruverndarlög
Virkar skýrt.

Finnst samt gamaldags setningin um truflun á veidi. Og teygjanleg.

Mun hér eftir sem hingad til róa thad sem mig lystir.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

06 okt 2015 11:24 #2 by skulihs
Replied by skulihs on topic Náttúruverndarlög
Hér er svo ákvæðið í Vatnalögum, virðist við fyrstu sýn nokkuð skýrt.

115. gr. [Heimild til að fara um vötn og til afnota af vatnsbökkum.
Öllum er heimil för, þ.m.t. á farartækjum, um vötn, einnig á ísi, með þeim takmörkunum sem lög kveða á um, þó þannig að það valdi ekki truflun á veiðum manna. [Sá ráðherra er fer með málefni náttúruverndar]1) getur í reglugerð sett takmarkanir við umferð vélknúinna báta og annarra vélknúinna farartækja um vötn og vatnasvæði.
Allir sem fara um vötn eða nota þau til sunds og baða, sbr. 11. gr., hafa rétt til þeirra afnota af vatnsbökkum sem eru nauðsynleg vegna umferðar um vötn en gæta skulu þeir varkárni og forðast að valda skemmdum á landi, mannvirkjum eða veiðitækjum í vatni eða við það.]

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

06 okt 2015 11:10 - 06 okt 2015 11:11 #3 by skulihs
Náttúruverndarlög was created by skulihs
Nú eru ný náttúruverndarlög að fara aftur af stað í þinginu, málið sem búið er að fresta aftur og aftur. Ef ég er að skilja þetta rétt er þarna breyting frá fyrra frumvarpi varðandi umferð um vötn. Í fyrra frumvarpi var allnokkur texti um þetta en núna er einfaldlega vísað í ákvæði vatnalaga frá 1923. Hvað segja menn um þetta, er þetta jákvæð breyting fyrir kayakfólk og eða væri betra að það sé fjallað um þetta í náttúruverndarlögum?

Til að draga þetta fram þá snýst þetta um 21. grein i frumvarpinu. Í gamla frumvarpinu frá 2013 hljóðaði hún svona:

Öllum er heimil för um vötn, einnig þegar þau eru ísilögð, með þeim takmörkunum sem lög kveða á um. Einnig er öllum heimilt að nota vötn til sunds og baða þar sem landeiganda er meinlaust en forðast skal að setja sápuefni í vatnið.
Heimilt er að fara á bátum um öll vötn og á vélknúnum bátum um skipgeng vötn. Ráðherra skal í reglugerð kveða á um almennar takmarkanir við umferð vélknúinna báta og annarra vélknúinna farartækja um vötn og vatnasvæði og um bátaumferð og böð í grennd við veiðistaði. Umhverfisstofnun getur takmarkað eða bannað umferð um vatn ef nauðsynlegt þykir til verndar náttúru eða lífríki. Slíkar ákvarðanir eru háðar staðfestingu ráðherra og skal birta þær í B-deild Stjórnartíðinda.
Allir sem um vötn fara eða nota þau til sunds og baða hafa rétt til þeirra afnota af vatnsbökkum sem nauðsynleg eru vegna umferðar um vatnið en gæta skulu þeir varkárni og forðast að valda skemmdum á landi, mannvirkjum eða veiðitækjum í vatni eða við það.


Samkvæmt frumvarpinu núna verður hún einfaldlega svona:

Um umferð um vötn fer samkvæmt ákvæðum vatnalaga, nr. 15/1923.


Kveðja - Skúli

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

Powered by Kunena Forum