- Posts: 388
Please Innskráning or Create an account to join the conversation.
115. gr. [Heimild til að fara um vötn og til afnota af vatnsbökkum.
Öllum er heimil för, þ.m.t. á farartækjum, um vötn, einnig á ísi, með þeim takmörkunum sem lög kveða á um, þó þannig að það valdi ekki truflun á veiðum manna. [Sá ráðherra er fer með málefni náttúruverndar]1) getur í reglugerð sett takmarkanir við umferð vélknúinna báta og annarra vélknúinna farartækja um vötn og vatnasvæði.
Allir sem fara um vötn eða nota þau til sunds og baða, sbr. 11. gr., hafa rétt til þeirra afnota af vatnsbökkum sem eru nauðsynleg vegna umferðar um vötn en gæta skulu þeir varkárni og forðast að valda skemmdum á landi, mannvirkjum eða veiðitækjum í vatni eða við það.]
Please Innskráning or Create an account to join the conversation.
Öllum er heimil för um vötn, einnig þegar þau eru ísilögð, með þeim takmörkunum sem lög kveða á um. Einnig er öllum heimilt að nota vötn til sunds og baða þar sem landeiganda er meinlaust en forðast skal að setja sápuefni í vatnið.
Heimilt er að fara á bátum um öll vötn og á vélknúnum bátum um skipgeng vötn. Ráðherra skal í reglugerð kveða á um almennar takmarkanir við umferð vélknúinna báta og annarra vélknúinna farartækja um vötn og vatnasvæði og um bátaumferð og böð í grennd við veiðistaði. Umhverfisstofnun getur takmarkað eða bannað umferð um vatn ef nauðsynlegt þykir til verndar náttúru eða lífríki. Slíkar ákvarðanir eru háðar staðfestingu ráðherra og skal birta þær í B-deild Stjórnartíðinda.
Allir sem um vötn fara eða nota þau til sunds og baða hafa rétt til þeirra afnota af vatnsbökkum sem nauðsynleg eru vegna umferðar um vatnið en gæta skulu þeir varkárni og forðast að valda skemmdum á landi, mannvirkjum eða veiðitækjum í vatni eða við það.
Um umferð um vötn fer samkvæmt ákvæðum vatnalaga, nr. 15/1923.
Please Innskráning or Create an account to join the conversation.