Þetta gekk ljómandi vel. Ásgeir Páll var okkur til samlætis í byrjun og við mættum námskeiðshópi undir stjórn Steina í Hólminum á leið frá Fjósaklettum. Ásgeir kvaddi við siglingabaujuna sunnan við vesturey Viðeyjar og fór Viðeyjarhring. Vindur var N 6-8 m/s giska ég á meðan við vorum á leið í Akurey en síðan lægði vind á heimleiðinni. Leiðin til baka lá sunnan við Engey og síðan umhverfis Lundey.
Við bryggjuna í Geldinganesi tókum við Örlygur góðan tíma í æfingar, veltur og fleira skemmtilegt. Ég lenti í því að fá sinadrátt í kálfann á sundi þegar ég var að reyna að koma mér í réttar stellingar fyrir 'wet reentry and roll'. Allt svona óvænt er krydd í tilveruna og skemmtilegt eftir á og þetta var fínn 17. júní alls rónir um 25 km.
Ég mæli með því að meira verði gert af því í lok venjulegra félagsróðra að gera æfingar, veltur, félagabjðrgun og tækniæfingar. Það er einfaldlega skemmtilegt og eykur færni okkar og öryggi.
Kveðja, GHF.