Æfingaróður 13.10.

28 okt 2015 19:29 #1 by Ingi
Replied by Ingi on topic Æfingaróður 13.10.
Já Örlygur. þetta Júmbóljós er ágætt en geymirinn lyftir þyngdarpunkti og þar af leiðandi minnkar stöðugleika Inuksins. Það er líka óþarfi að lýsa Grafarvoginn upp á 2 sek fresti.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

28 okt 2015 19:29 #2 by Andri
Replied by Andri on topic Æfingaróður 13.10.
Menn bara komir í jólaskap...
Farið varlega með ljósin, það vita allir hvernig fór fyrir blessaðri IKEA geitinni.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

28 okt 2015 19:06 - 28 okt 2015 19:15 #3 by Gíslihf
Replied by Gíslihf on topic Æfingaróður 13.10.
Hér eru næturljósin mín. Þetta er samtíningur keyptur á nokkrum árum, enda hending að hægt sé að fá slíka vöru hér. Gott væri fyrir klúbbfélaga að frétta af því, eða fá tækifæri að vera með í pöntun. Ennisljósið er frá Fjallakofanum, fokkdýrt (afsakið - prentvilla!) og komið með selturyðbletti innan á glerið.
Neðri röð: Rautt blikkandi á afturdekk, rautt blikkandi á öxl, ennisljós rautt/hvítt.
Efri röð: Vasaljós, neyðarljós.
Attachments:

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

28 okt 2015 18:39 #4 by Orsi
Replied by Orsi on topic Æfingaróður 27.10.
dótið fyrir myrkrkóður..haha? Þú varst með ljóskúpul á stærð við barnshöfuð aftan á bátnum hjá þér. Og utanáliggjandi rafgeymi tengdan við þessi ósköp.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

28 okt 2015 18:23 #5 by Ingi
Replied by Ingi on topic Æfingaróður 27.10.
já þetta var eins og í gamla daga. en ég þarf að uppfæra vetrarklukkuna og dótið fyrir myrkróður..

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

27 okt 2015 20:34 - 27 okt 2015 20:40 #6 by Orsi
Replied by Orsi on topic Æfingaróður 27.10.
27.okt. Það var æfingaróður í dag - fimm ræðarar PR, SAS, ÖS, Eymi og Ingi.
A-stinningskaldi og ágætis lens, Geldinganeshringur og síðan bátabað og búið. Gaman að þessu.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

13 okt 2015 20:20 #7 by Orsi
Æfingaróður 13.10. was created by Orsi
Það mættu fjórir ræðarar í æfingaróður og farið var út í Lundey, þar sem braut myndarlega á norðurpartinum, þótt það væri eitthvað að ganga niður. Við áttum hinsvegar frábært hopperí sunnan eyjar, þar sem hinar rómuðu aðstæður skapast jafnan þegar öldur úr gagnstæðum áttum rekast á með tilheyrandi óhemjugangi. Þetta urðu 10 km í heildina. Þessir röru; SAS, Eymi, Palli R og Orsi.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

Powered by Kunena Forum