Undirritaður er róðrarstjóri á laugardaginn kemur. Spáin er fín suðaustan 6-8 m/s blúsandi hiti. Einhver ofankoma gæti fallið en þá helst til fjalla og hverjum er ekki slétt sama. Róðrarleið verður ákveðin á pallinum eftir hóp og aðstæðum en minn hugur stefnir eftirfarandi. Róum að Selvík og tökum stefnuna norður inn sundið góða, með stefni í norðurátt róum við vestan við Höfða. Svo mögulega tökum við vinkilbeygju á þá stefnu og róum inn að Djúpuvík, hvurt við tökum kaffi þar eða ekki ræðst af stemmingunni á staðnum. Fyrirhugðuð róðrarleið eru 12 km og þetta er róður fyrir alla, konur og kalla. En eins og ég sagði þa´verður róðrarleiðin ákveðin á pallinum þannig að þetta á allt eftir að breytast og örugglega veðrið líka
Sjáumst kát á laugardaginn
Kv Össur