Félagsróður 17. okt 2015

18 okt 2015 12:30 #1 by Bergþór
Ljómandi róður.
Stjórnun fór vel af stað og allt gekk eftir. Á heimleiðinni fóru nokkrir á undan. Ég veit að einn gerði ekki grein fyrir sér um að skilja sig frá hópnum. Meginregla klúbbsins er að halda hópinn. Refsistig á viðkkomandi voru réttmætar á pallinum.
Þakka góðan róður og gott streð.
Bergþór

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

17 okt 2015 19:20 - 17 okt 2015 19:20 #2 by Össur I
Það voru 14 sjókayakræðarar og 3 surfskíðarar sem lögðu upp frá Geldingarnesi í morgun. Surfskíðin fór vestur fyrir Geldingarnes en sjóhópurinn fór eins og planað að eftirfarandi kennileitum, selvík, Þerneyjarsund og inn í Kollafjörð. Á Þerneyjarsundi hittum við surfskíðin og einn þeirra sameinaðist okkar hóp. Við hringuðum gamla línustólpann í miðjum Kollafirði og tókum þar stutt kaffistopp í bátunum. Rérum svo sömu leið til bara með vindinn í fangið og tilheyrandi hopperíi. Flottur róður alls ca. 13km.
Takk fyrir róðurinn

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

15 okt 2015 12:51 - 15 okt 2015 12:56 #3 by Össur I
Undirritaður er róðrarstjóri á laugardaginn kemur. Spáin er fín suðaustan 6-8 m/s blúsandi hiti. Einhver ofankoma gæti fallið en þá helst til fjalla og hverjum er ekki slétt sama. Róðrarleið verður ákveðin á pallinum eftir hóp og aðstæðum en minn hugur stefnir eftirfarandi. Róum að Selvík og tökum stefnuna norður inn sundið góða, með stefni í norðurátt róum við vestan við Höfða. Svo mögulega tökum við vinkilbeygju á þá stefnu og róum inn að Djúpuvík, hvurt við tökum kaffi þar eða ekki ræðst af stemmingunni á staðnum. Fyrirhugðuð róðrarleið eru 12 km og þetta er róður fyrir alla, konur og kalla. En eins og ég sagði þa´verður róðrarleiðin ákveðin á pallinum þannig að þetta á allt eftir að breytast og örugglega veðrið líka :)

Sjáumst kát á laugardaginn
Kv Össur

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

Powered by Kunena Forum