Tom og klúbburinn við Wansbeck ósa.

20 okt 2015 21:25 - 20 okt 2015 21:44 #1 by Gíslihf
Tom sem ég fór til í L2 prófið er lykilmaðurinn í starfi klúbbsins við bæinn Ashington, skammt norðan við Newcastle. Ashington þykir líklega ekki vera neinn "Garðabær" og ég var spurður, þar sem ég gisti í næsta bæ, hvað ég væri að ætla þangað. Strætóbílstjórinn vissi svo ekki um neina á, enda þótt ég vissi að leið hans lægi yfiir hana, enda er áin Wansbeck hálfgerður lækur. Aðstaða klúbbsins er niðri við ósana og þar er lón sem hentar vel fyrir kennslu og barnastarf. Bátaflotinn er á þrem kerrum sem eru geymdar inni, sjó- og straumkeipar og kanóar. Húsið við hliðina er samnýtt fyrir námskeið í fyrstu hjálp og margt fleira.
Vefsíða klúbbsins er áhugaverð og full af fróðleik enda þótt ekkert þar geti nýst okkur hrátt:
www.wansbeckpaddlesports.co.uk/ - kíkið t.d. á .../about/key-documents og þar t.d. Kit-Checklist.

Tom lét mig heyra það óþvegið sem honum líkaði ekki og það var í góðu lagi fyrir mig, enda var ég búinn að læra meira af bóklestri sjálfur en að vera með reyndum kennurum.
Dæmi um þetta er þegar ég lét einn nemanda í einu æfa færniatriði rétt við bryggjuna og hin þrjú og við Tom horfðum á og ég gerði athugasemdir. Það var forkastanlegt, yfirlætislegur stíll, pína fyrir nemandann, drepleiðinlegt fyrir hin að bíða á meðan. Annað dæmi var þegar ég átti að kasta línu til manns í vatninu og hrópaði til hans "relax" þegar ég miðaði kastlínunni. Það mátti ég ekki gera og Tom náði eiginlega ekki upp í nefið á sér af hneykslun. "Relax! hvernig dettur þér í hug að kalla það til drukknandi manns" - og ég er enn að reyna að skilja hvað var að því. Reyndar átti ég víst að hrópa 'LINE' eða 'BAG'.
Aðstoðarprófdómari var Lee, sem einhver ykkar kunna að hafa séð í Anglesey, og Tom kallaði 'late-Lee' af því hann kæmi oft of seint! Hann er næstneðstur hérna á starfsmannalistanum:
www.wansbeckpaddlesports.co.uk/about/who
Það var svo jákvætt eftir þessa yfirhalningu að Tom spurði hvort ég væri til í að koma næsta sumar til að aðstoða í helgarferð eða einhverju öðru starfi klúbbsins. Skemmtilegur karakter.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

Powered by Kunena Forum