Ellefu ræðarar mættu í höfuðstöðvarnar i morgun, veður hið fegursta og góð stemming í hópnum.....)
Stjórinn bauð uppá fremur stuttan róður sem virtist falla ágætlega i kramið, smá tuð heyrðist i einhverju horni en ekkert alvarlegt. Geldinganesið var hringað, héldum út austanmegin, á móti einhverjum smá vindi sem heldur óx þegar við komun norður fyrir nesið, sunnanmegin var svo rjómablíða.Róðrarstjórn var fremur kærileysisleg enda allflestir stjörnum príddir eða amk vel vanir, allt gekk vel, hópurinn hélt vel saman og var vakandi þar sem eitthvað var að gerast i sjónum, svo slaknað allt sunnanmegin, æfingar og rugl i bland við róðurinn.
Ræðarar voru Klara, Þóra, Helga, Ásgerður, Tobbi , Gummi Br. Guðni, Palli R,Össur,Hörður og Lárus.
lg