Þýski læknirinn Hannes Lindemann fór þrjár ferðir yfir Atlantshafið einn síns liðs, fyrst 1955 á eintrjáningi sem hann fékk í Líberíu, síðan 1956 á samanbrjótanlegum kajak og loks á skútu. Kajakinn var
klepper.com bátur, en það fyrirtæki hefur framleitt slíka báta allt frá 1907. Slíkur bátur kemst í stóran bakpoka eða tösku. Grindin er sett saman og klædd inn í dúk og uppblásnar slöngur eru með lunningunni hvoru megin.
Lindemann lenti í manraunum, svefnleysi, ofskynjunum, veltu í svefni um miðja nótt og hafðist við á kili uns birti en missti allar matarbirgðirnar frá sér. Sár á rassi og ýmsir aðrir kvillar fylgja því eðlilega að sitja margar vikur, en hann hafði sérstakan áhuga fyrir því hvernig skipbrotsmenn geta lifað af eða lifað sem lengst.
Bókin hans, 'Alone at Sea', er spennandi, ég las hana í einum rykk en hún er ekki síður bók fyrir skútufólk, því að hann sigldi allar þessar ferðir, hafði árar aðeins stuðnings. Það sem bilaði mest var stýrisbúnaðurinn.
Nú eru liðin 60 ár frá fyrstu ferðinni og Hannes Lindemann lést í upphafi þessa árs, enda fæddur 1922.