Jeff Allen er á leið til Noregs að hitta Roar sem ég var með í 5* prófi hjá Gordon Brown. Roar skipuleggur viðburðinn - sjá -
www.facebook.com/events/480917732085573/
Gordon og Jeff eru báðir toppmenn, en ekki alveg samferða. Mig grunaði að Gordon væri ekki aðdáandi kastlínu Jeffs og spurði hvort hann vildi ekki lána mér toglínu þegar ég kæmi út, en hann sagði mér að taka mína eigin.
Fyrri prófdaginn þegar komið var myrkur, varð velta og þufti að styða ræðarann. Roar var að leiða og bað mig að draga. Ég ákvað að nota 'short-tow' með því að hafa línuna tvöfalda. Línan var ekki öll komin út þegar Gordon kallaði hvasst til mín og sagði mér að koma til baka, losa og draga með einfaldri línu, sem ég gerði.
Þegar heim kom bað ég um skýringu. Hann sagði þetta hættulegt, tvisvar hefðu Jefflínur í 'short tow' uppsetningu kubbað sundur dekklínur á bát fórnarlamsins, bauð mér að láta línuna renna gegnum greipina og spurði hvort hann mætti draga hana hratt í gegn. Nei takk - það brennir! Roar (NO) og dani stóðu við hlið okkar.
Daninn: "Komdu til Skandinavíu - flestir eru með Jeff Allen Throwtow."
Gordon: "Ég veit það - hann er góður sölumaður." Svo bætti hann við nokkuð ákafur:
"Þessar toglínur geta ekki það sem lofað er, þær eru ónothæfar sem kastlínur, aðeins stórir menn eins og Jeff ná góðu kasti, þær eru ekki nothæfar sem rekakkeri, þær eru hætttulegar tvöfaldar sem short-tow, og þær eru ónothæfar sem contact-tow."
Þá mótmælti Roar, en við vorum reyndar að tala við prófdómara okkar í miðju prófi og ekki heppilegur tímí fyrir ágreining