Öld samfellukeipanna

11 nóv 2015 21:56 - 11 nóv 2015 22:10 #1 by Orsi
Replied by Orsi on topic Öld samfellukeipanna
Þetta er svei mér áhugavert. Febrúar 1942 - tæpu ári áður en Blondí röri með sínum mönnum. Þær heimildamyndir sem ég hef séð um þetta, greina frá búningum sem þeir notuðu og virðast þeir hafa verið ágætlega hugsaðir fyrir sjó og sull í vetrarróðri - svona á þeirra tíma kvarða..

En maður veltir fyrir sér hvort æfingarnar á Hrútafirðinum hafi verið tengdar undirbúningi fyrir verkefni SBS í Evrópu - líkum þeim sem Blondí stýrði - eða hvort þetta hafi átt að vera liður í vörnum í hersetnu Íslandi.

Ef þetta var á vegum SBS, þá hallast maður að hinu fyrrnefnda, enda var sveitin fámenn árásarsveit, sem eins og sérsveitir almennt, standa ekki vaktir við varnir, heldur eiga að veita óvini skráveifur margar og miklar í þartilgerðum leiðöngrum. Og ef þetta er raunin, er stóra spurningin: Skyldu vera tengsl við Hrútafjarðaæfinguna og sjálfs Frankton leiðangursins? Höfum í huga að SBS var stofnuð 1940 og þetta er 1942.

En hvað um það, skelli krækju á safaríka síðu um Blondí báta og fleira www.britmodeller.com/forums/index.php?/t...-heroes-in-progress/

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

11 nóv 2015 17:39 - 11 nóv 2015 17:45 #2 by Gíslihf
Replied by Gíslihf on topic Öld samfellukeipanna
Enn bætist púsl í myndina af sögu samfellukeipa.
Ég heyrði viðtal á Rás-1 í dag við Friðþór Eydal vegna bókar sem hann var að senda frá sér: "Hersetan á Ströndum og Norðurlandi vestra". Þar sagði hann frá slysi þegar margir Bretar drukknuðu við æfingu í Hrútafirði í feb. 1942 og skilst mér hann sé enn að leita nánari heimilda. Lík þeirra fundust ekki.
Þeir reru frá Borðeyri og ætluðu austur yfir fjörðinn og voru á nokkrum tveggja manna bátum "og voru þeir úr segldúk og niðurfellanlegir". Þarna getur vart verið um annað að ræða en 'folding kayaks'. Þeir ultu í vindöldu inn Hrútafjörðinn. Nú finnst okkur ekki alvarlegt að velta á sjókajak, en setjum okkur í spor þeirra. Fötin hafa verið hlý hermannnaföt fyrir útivist á landi en ekki galli fyrir kaldan sjó í febrúar. Bátarnir voru eitt hólf sem fyllist við veltu.
Í handbók sem ég er með um "samfellukeipa" kemur fram að fyrst 1953 setti Klepper á markað gerðina Aerius með innbyggðum uppblásanlegum hólfum. Þannig bátur gerði Hannes Lindemann kleyft að komast lifandi yfir Atlantshaf, en ungu bresku hermönnunum ekki að komast lifandi án flots yfir Hrútafjörð eða einni áhöfninni í flokki Blondie's að komast lifandi yfir straumfallið utan við Bordeaux.
PS: Þetta er í tilgátustíl og auðvitað betra að hafa hvaðeina er sannara reynist.
GHF

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

04 nóv 2015 20:52 #3 by Gíslihf
Replied by Gíslihf on topic Öld samfellukeipanna
Takk fyrr þetta, spennandi að sjá þessa heimildarmynd.

Þetta var tilgáta hjá mér um hvenær bátarnir hafa verð settir saman. Ég þekki fólk sem á líkan bát og ferðast með hann í skottinu og setja saman á um 15 mín. en ég mundi ekki vilja gera það ofan á kafbát í myrkri!

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

04 nóv 2015 19:45 - 05 nóv 2015 00:41 #4 by Orsi
Replied by Orsi on topic Öld samfellukeipanna
Sérsveitamennirnir voru á Mark 2 Folding kayak svonefndum. Og bátarnir sex fóru inn um hleðslurauf kafbátsins, eins og hver önnur tundurskeyti, og sömu leið út.

Þannig að þeir sluppu við að troða bátunum niður um topplúguna á kafbátnum. Og settu þá víst saman niðrí kafbát svo þeir þurftu ekki að stússa í því uppá dekki. Enda vildi kafbátaforinginn ekki tefja við svoleiðis föndur. Vildi bara losna við ræðarana eins fljótt og unnt var, enda höfðu Þjóðverjar haft veður af kafbátnum og því um að gera að hypja sig..
Það má kíkja á ágæta heimildamynd um þetta. Mín. 23.35 sýnir þegar þeir pota kayökunum út úr kafbátnum..


Mark 2 Folding kayaks...
Attachments:

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

04 nóv 2015 11:05 - 04 nóv 2015 11:06 #5 by Gíslihf
Replied by Gíslihf on topic Öld samfellukeipanna
Það er fengur að þessar frásögn þinni Sævar - og merkilegt að við skulum eiga fulltrúa gamla kajaktímans á Íslandi í okkar hópi. Faðir minn smíðaði kajak 14 ára gamall og reri m.a. út í Engey væntanlega sumarið 1924. Það er ári síðar en skátarnir Angantýr og Guðmundur reru upp í Borgarnes en fram kemur að þeir notuðu segl og árarnar til að stýra.
Í samantekt Örlygs í upphafi bókar hans kemur ekki neitt fram um 'samfellu-' gerð kajaka, það er eins og allir hafi smíðað hér grind og strekkt síðan dúk yfir og tjargað. Bátarnir frá Klepper voru í breiðara lagi og gerðir fyrir segl frá upphafi, það kemur mér því ekki á óvart að ferðin upp á Akranes var sigling en ekki eiginlegur róður. Það sem kemur mér meira á óvart var að þeir höfðu fullan poka af appelsínum í nesti, nokkuð sem ég sá ekki fyrstu árin eftir seinni heisstyrjöld. Ef þeir voru í svona góðu sambandi við útlönd voru þeir hugsanlega líka í Klepper Faltboat en ekki heimasmíðuðum bát.
SBS (Special Boat Section) deild breska hersins sem reri inn í Bordeaux höfn 1942 var sjósett úr kafbát úti á flóanum. Hvernig var hægt að koma nokkrum kajökum í fullri lengd út um topplúgu á þröngum kafbát? Skýringin er augljós þegar við vitum um þessa samfellubáta (folding kayaks) og að vanir menn gerðu þá klára á um 10 mínútum. Þeir hafa gert það ofan á kafbátnum, hver á eftir öðrum.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

03 nóv 2015 22:21 #6 by Sævar H.
Replied by Sævar H. on topic Öld samfellukeipanna
Þeir kayakar sem hér var verið að "heimasmíða" voru smíði á trégrind sem síðan var klædd með segldúk og síðan tjargaður til þéttingar . Einn svona smíðaði ég um árið 1950 og réri honum einkum á Kleppsvíkinni (Elliðaárvogi) Samt hafði ég hann einstefnung og með gafli aftan við mannopið. Það var þægilegra og léttara að ferðast með hann heim og að heiman- gangandi. En hann var smíðaður með eikarlistakjöl og síðan þverbönd og langbönd úr furulistum . Segldúk fékk ég gamlan í seglagerð og tjöru hjá einum trillukalli. Kústskaft með krossviðsblöðum á hvorum enda var árin. Engin svunta var notuð né björgunarvesti (óþekkt) yfirleitt var ég í sundskýlu einni fata við róðra. En það varð eins og alla mína kayak tíð -aldrei hvolfti ég kayaknum- mér þótti það öruggara- og þykir ennþá. Þessum bát var síðan stolið frá mér.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

03 nóv 2015 16:49 #7 by Gíslihf
Þetta er svona orðaleikur til að hafa orði um 'Folding Kayak', þar sem dúkur er notaður í stað húðarinnar sem Inúítar notuðu og grrind sett innan í, svipað og þegar barn er klætt í samfellu eða maður fer í galla - og svo falla þeira saman og fara vel í tösku í skotti bíls.
Í huga okkar flestra hófst vestræn saga kajaka þegar fyrstu trefjabátar komu á markað um 1970 og plastbátar um 1980. Upphaf Kayakklúbbsins má rekja til þess tímabils. Það sem á undan fór, t.d. margir heimasmíðaðir bátar frá því fyrr á öldinni vantar þá tengingu við það sem gerðist í nágrannalöndum, hvernig barst sá áhugi til landsins.
Fyrstu fjöldaframleiddu samfellukeiparnir komu frá fyrirtækinu Klepper í Bayern í S-Þýskalandi. Stúdent í arkitektúr, Alfred Heurich gerði frumgerðina til að geta ferðast með bátinn í lest og reri fyrstu ferðiina á ánni Isar, sem rennur gegnum Munchen, þar sem Oktoberfest er haldin. Brátt var enginn maður með mönnum sem ekki átti Klepper-kajak í tösku og í sumarleyfum steymdu hundruð manna út úr lestum nálægt ám og vötnum. Kappar reru um öll heimsins höf, Amunden tók þannig bát með á Norðurpól og Romer fór yfiir Atlantshaf 1928.
Ferð Sérsveita enska hersins til að sprengja þýsk skip við Bordeaux var á semfellukeipum.
Þegar maður les handbækur BCU er varla minnst á þessa báta og þarna hverfur þekking okkar á sögu kajaksins í móðu fortíðar.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

Powered by Kunena Forum