Þetta er svei mér áhugavert. Febrúar 1942 - tæpu ári áður en Blondí röri með sínum mönnum. Þær heimildamyndir sem ég hef séð um þetta, greina frá búningum sem þeir notuðu og virðast þeir hafa verið ágætlega hugsaðir fyrir sjó og sull í vetrarróðri - svona á þeirra tíma kvarða..
En maður veltir fyrir sér hvort æfingarnar á Hrútafirðinum hafi verið tengdar undirbúningi fyrir verkefni SBS í Evrópu - líkum þeim sem Blondí stýrði - eða hvort þetta hafi átt að vera liður í vörnum í hersetnu Íslandi.
Ef þetta var á vegum SBS, þá hallast maður að hinu fyrrnefnda, enda var sveitin fámenn árásarsveit, sem eins og sérsveitir almennt, standa ekki vaktir við varnir, heldur eiga að veita óvini skráveifur margar og miklar í þartilgerðum leiðöngrum. Og ef þetta er raunin, er stóra spurningin: Skyldu vera tengsl við Hrútafjarðaæfinguna og sjálfs Frankton leiðangursins? Höfum í huga að SBS var stofnuð 1940 og þetta er 1942.
En hvað um það, skelli krækju á safaríka síðu um Blondí báta og fleira
www.britmodeller.com/forums/index.php?/t...-heroes-in-progress/