Snerti-toglínur

06 nóv 2015 08:32 #1 by Gíslihf
Replied by Gíslihf on topic Snerti-toglínur
Staðan er eftirfarandi: Verið er að draga ræðara vegna þreytu lasleika eða annars, þú fylgist með álengdar og sérð að sá sem er dreginn þarf stuðning.
Við getum gripið um bátinn og hallað okkur á hann eða eitthvað því líkt, en reynslan sýnir að það er þreytandi að halda stefni bátanna saman. Þá er gott að grípa þessa línu, smella karabínu um dekklínu framan við ræðarann, þræða hana undir dekklínu okkar sem við getum teygt okkur í og vefja spottanum aðeiins utan um lófann.
Það er létt að halda í spottann og hægt að beina athyglinni að öðru, því að bátarnir tolla samann að framanverðu.
Þessi útfærsla er frá Gordon og við getum prófað þetta.

Önnur útfærsla frá Kim Bull er að grípa í toglínuna og taka lykkju undir dekklínuna hjá okkur sjálfum. Í báðum tilvikum getum við losað okkur frá með því að sleppa línunni.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

05 nóv 2015 22:26 #2 by Gunni
Replied by Gunni on topic Re:Snerti-toglínur
"... getur nýst þeim sem vill styðja 'fórnarlamb' sem verið er að draga án þess að eiga við toglínufestinguna"

Áttu meiri lýsingu á þessu?

Sent from my Elephone_P3000S using Tapatalk

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

05 nóv 2015 19:21 - 05 nóv 2015 19:23 #3 by Gíslihf
Replied by Gíslihf on topic Snerti-toglínur
Já, líklega í vasa, eða við hendina á annan hátt. Venjulega þarf maður ekki svona dót, en stundum á maður von á öllu.

Í 5 stjörnu matinu úti var það segin saga, ef einhver dúddinn valt, missti meðvitund, fékk hjartaáfall eða fór úr axlarliði, þá höfðu þeir samt alltaf rænu á því að spyrna bátnum rösklega frá sér jafnvel við verstu aðstæður :angry:

Þá reyndist þessi teygja mér vel, það tekur enga stund að húkka henni utan um handfangið á stefni eða skut bátsins og róa til sundmannsins.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

05 nóv 2015 18:44 #4 by Gunni
Replied by Gunni on topic Re:Snerti-toglínur
Verðurðu með treyjuna alltaf á dekklinunni? Eða í vasa?

Sent from my Elephone_P3000S using Tapatalk

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

05 nóv 2015 15:43 - 05 nóv 2015 15:50 #5 by Gíslihf
Snerti-toglínur was created by Gíslihf
Þá er ég að tala um búnað fyrir 'contact tow' á ensku. Snertitog er fljótlegast á þess að nota einhvern búnað, bátunum er einfaldlega haldið saman með handafli og síðan ýtt eða dregið en það hentar aðeins örstuttan spotta.
Margir eru með spotta með tveimur karabíinum á dekkinu framan við sig. Hér er ég með slíka línu í þrefaldri breidd milli dekklína auk teygju sem bundin er í lykkju og nýtist vel til að húkka í handfangið á bát sem ræðari hefur misst frá sér, meðan verið er að róa til hans. Á dekkinu liggur einnig stök karabína sem gott er að hafa á axlaról björgunaarvestis og svo spotti með karabínu á öðrum endanum sem hafa má í vestisvasa og getur nýst þeim sem vill styðja 'fórnarlamb' sem verið er að draga án þess að eiga við toglínufestinguna. Teygjan er úr sama efni og teygjurnar sem er milli dekklína á flestum bátum og fæst í Bauhaus, í skútuganginum.
Loks er mynd sem sýnir eldri gerð toglína og kast-toglínu og sýnir hvernig þær má nota í sama tilgangi og stuttan spotta.
Eldri gerðin er notuð þannig að um hálfur metri er dreginn út, og bundinn með einfaldri slaufu við dekklínu eins og Maggi kenndi okkur um árið.
Kast-toglínan er þægilegri, húkka má beint í næsta bát ef þess er gætt að karabínan sé utan um málmhringinn og svo má velja um hvort maður dregur með mittisólinni eða festir í dekklínuna.
Attachments:
The following user(s) said Thank You: Gunni

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

Powered by Kunena Forum