Var að kíkja hér á Korkinn yfir liðna tíð - þar á meðal hringróðrana miklu sem þeir Gísli H. Friðgeirsson réri 2009 og Guðni Páll síðan 2013
Það er greinilega stöðugur straumur heimsókna á þessa Korkstubba sem þar voru settir inn til geymslu fyrir síðari tíma skoðun
Þetta virðist hafa lukkast
Nú hafa 63.000 heimsóknir komið á þráð Gísla H.F og 23,100 á þráð Guðna Páls. Vefur Gísla H.F er bara einn til þ.e á Kayakklúbbssíðunni , en hjá Guðna Páli eru vefirnir tveir -hér á Korkinum og síðan heimasíða hans "Around Iceland 2013"
Ekki veit ég um fjölda heimsókna þar- það er meira svona spjallvefur.
Gaman að þessu