" Kayak á Íslandi "

11 des 2015 22:46 - 12 des 2015 19:51 #1 by Ingi
Replied by Ingi on topic " Kayak á Íslandi "
Þetta er óborganleg frásögn af ævintýralegum róðri. En ég man samt best eftir ferðinni okkar Sveins Axels á annan í jólum ef ég man rétt. Því miður(sem betur fer) var Guðni Páll ekki með til skrásetningar. Þá hefðum við verið reknir úr klúbbnum..
kv
Ingi

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

11 des 2015 18:04 #2 by SAS
Replied by SAS on topic " Kayak á Íslandi "
Facebook síða Kayakklúbbsins var stofnuð í maí 2011 og er því nokkuð eldri en síðan Kayak á Íslandi. Við höfum fengið 471 "like" á síðuna okkar á Facebook sem við notum mikið til að auglýsa viðburði félagsins

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

08 des 2015 12:25 - 08 des 2015 12:27 #3 by Gíslihf
Replied by Gíslihf on topic " Kayak á Íslandi "
Ég nýt þess að lesa þess frásögn Guðna Páls aftur og finnst slæmt að hafa ekki verið með :laugh:

Bretarnir hjá BCU miða oft við öruggar aðstæður sem þeir kalla 'sheltered water', þegar ákveðið er hver megi gera hvað, t.d. að kenna byrjendum. Fljótt á litið var þarna um 'sheltered water' að ræða:
  • Vindur var af sjó á land
  • víða var hægt að velja sandfjörur til lendinga
  • svæðið var umlukið landi á þrjá vegu
  • stutt var í hjálp og hlýtt hús
Vindur var að vísu 'utan viðmiðunarmarka' og gott að þeir félagar lentu ekki í þessu basli við vesturenda Geldinganess.

Staðreyndin er sú að það sem við munum best og lengst eru heillandi fagrir dagar og nætur en einnig hrakningar og barátta við sjó og veður. Hugsanlega eiga þeir Lárus, Guðni Páll, Ingi og Stefán Snorri eftir að ylja sér við minningar um kaldan sjó og vonskuveður á elliheimilum framtíðarinnar :)
The following user(s) said Thank You: Ingi

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

07 des 2015 15:24 #4 by Sævar H.
Replied by Sævar H. on topic " Kayak á Íslandi "
Já. það var seltubragð af umræðunni á þessi "link" um svaðilförina á Eiðsvíkinni hér um árið. Margir tóku þátt- ekki síst þeir sem ekki voru í róðrinum ;)

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

07 des 2015 08:08 #5 by Guðni Páll
Replied by Guðni Páll on topic " Kayak á Íslandi "
Ég stofnaði þessa síðu 8 jan. 2012. Og var það gert með þeim tilgangi að hressa aðeins uppá kayak samfélagið á netinu aðalega facebook.
Á þessum tíma var svokallaði Korkur algjörlega úr sér genginn og ekki var kayakklúbburinn með neitt í þessu formi á facebook.
En ég var nú vinsamlegast beðin um virkja ekki þessa síðu (af stjórn kayakklúbbsins minnir mig) og reyna að halda lífi í klúbbsíðuni sem var vissulega gert með hressilegum pistli.
Annars er lítið að frétta þarna. En aldrei að vita nema það fari að breytast.

Hérna er annars linkur á ansi skemmtilegar umræður
kayakklubburinn.is/index.php/component/k...imitstart=0&start=15

kv Guðni Páll

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

04 des 2015 19:56 #6 by SAS
Replied by SAS on topic " Kayak á Íslandi "
Sæll

Þessi síða var stofnuð af áhugamönnum kayaksportsins, örugglega einhverjir félagsmenn Kayakklúbbsins en síðan sem slík tengist ekki Kayakklúbbnum.. Hins vegar heitir síðan okkar Kayakklúbburinn á Facebook og er núna með 471 "like". Tilgang þessarar síðu Kayak á Íslandi þekki ég ekki. Þar sem hún tengist sportinu, þá merkti ég við hana á sínum tíma, síðan er frekar óvirk og flest efni hennar birtist einnig á síðu Kayakklúbbsins.

kv
Sveinn Axel

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

04 des 2015 17:51 #7 by Sævar H.
Áðan birtist á Facebókinni uppýsingar um hóp sem og heitir " Kayak á Íslandi ". Við skoðun á þessu virðist mér að hér sé Kayakklúbburinn með enn eina síðuna .
Hér er heimasíða Kayakklúbbsins og hún hefur síðan Facebókar tengingu
Veit einhver hvað þessi viðbótar Facebókarsíða á að gera - sem hina geta ekki gert ?
Sjálfum finnst mér nú að þessi síða sé orðin mjög fjörlítil og einkar óspennandi - frá því sem áður var . Kannski er ég sjálfur orðinn fjörminni en áður :-)
Hér áður og í árdaga var þessi síða eingöngu Korkur og fyrst og fremst spjallþráður og meldingaþráður fyrir róðra- allskonar og að mestu sjálfsstýð af þeim sem notuðu hana. Þetta var löngu fyrir tíma Facebókar og Tvitter en virknin var samt ekki ósvipuð í praxis.
Ekki veit ég hvort ég skrái mig inn í þennan " Kayak Íslandi " en fylgist kannski með og sjái til hvort eitthvað lífsmark verði :-)
En ég sé að það eru komnir stjórnendur svo væntanlega verður þessu stjórnað

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

Powered by Kunena Forum