Já. í svona vindbelgingi fer maður aleinn á sjó . Það er ekki viðlit að veita félagabjörgun við meira en 23-25 m/sek. Ég fór alltaf einn í svona æfingar . Þá réri ég móti vindhviðunum þar til kraftar voru við það að þrjóta og sætti eldsnöggu lagi og snéri við . Þá var lens og sigling mikil til baka og ef þanng hefði vilja til að bát hvolfdi þá var rekið í land. En aldrei hvolfdi mér við þessar æfingar - þó vaðið hafi hressilega á súðum. Við þetta brölt náði ég í feikna góða reynslu - einkum með hvaða kraft ég hefði og hversu lengi úthaldið varði. Hámarksgeta var við um 23-24 m/sek vindur á móti.
Ekki hefði ég viljað vera í róðrarhóp og undir róðrarstjóra við þessi ævintýri
Alltaf var ég á Leiruvogi við svona tilstand.
Ég er búinn að vera frekar slappur undanfarið þannig að ég verð í landi.
Reynsla mín af 25 m/s var í aflandsvindi þannig að ölduhæð var innan við metra en sérhver öldutoppur rifnaði upp í úða sem brunaði fram úr mér, eins og við þekkjum skafrenning hegða sér á landi. Ræðari er einn í slíkum vindi því að likur á að félagi geti veitt björgun eru afar litlar.
Hraðinn á lensinu við þessar aðstæður var slíkur að ég held að sjókeipur gæti orðið sannkallaður flugkeipur í 50 m/s .
Er þá ekki best að vera heima hjá konu og börnum og baka smákökur?
Nú er aldeilis spennandi vinbelginsspá í veðurkortunum.
Á mánudag er hægt að næla sér í róður - jafnvel í 50 m/sek í hviðum- sem eru alltaf bestar - því á eftir dregur úr vindi
Þetta er freistandi fyrir sjóvíkinga að kljást við. Var einu sinni í 27 m/sek hviðustormi inni á Leiruvogi þannig að ég er rúmlega hálfdrættingur á við 50 m/sek.
En menn verða samt að fara að með gát.