Kostir og gallar hinna ýmsu tegunda sjókayaka.

01 jan 2016 18:04 #1 by Gíslihf
Sævar skrifar:
"hef ég aldrei stundað neitt framhjáhald með annarri - þó stundum hafi blossað upp sterk löngun" og má snúa út úr þeim orðum ef menn hafa gaman af því - og erum við þá kvittir eftir að hann bar á mig kvensemi eftir að ég reit pistil um frábærar konur sem urðu á vegi mínum :)
Gunnar Ingi bendir á vefsíðu með mati á kæjökum og eru trúlega til nokkrar slíkar.
Ég vil nota tækifærið til að minna á bók Örlygs, sem klúbburinn gaf út, en þar eru umsagnir um helstu gerðir báta sem hafa náð vinsældum hér.
Gott væri að hafa eiginleika báta í gagnasafni, þar sem leita mætti eftir eiginleikum þeirra. T. d. gæti verið að þú vildir hraðskreiðan bát, breiðan bát, plastbát o.s.frv. Annað væri að fá samanburð eftir breidd, þyngd, lengd eða öðrum þáttum.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

20 des 2015 00:02 - 20 des 2015 00:04 #2 by Sævar H.
Hasle Explorer kayakar :

Þessi sort er minn eini kayak og hefur verið í minni eigu síðan 2001 og hef ég aldrei stundað neitt framhjáhald með annari sort af kayak- þó stundum hafi blossað upp sterk löngun- en slokknaði fljótt aftur.
Þegar ég var í árdaga að huga að hvaða kayaktegund ég ætti að kaupa - var farið yfir vítt svið og ýmsar umsagnir lesnar um viðkomandi kayaka.
Og ég stöðvaðist við Hasle Explorer sem er steyptur úr plasti með tvöföldu lagi -ytra og innrabyrði,
Og sagan sem heillaði mig var umsögn dansks arkitekts sem var mikill ævintýramaður á Grænlandi í sinum frístundum. Hafði prófað marga kayaka þar og fann sitthvað að þeim öllum- þar til hann ákvað að kaupa Hasle Explorer- norskan kayak til mikils kayakróðurs suður með vesturströnd Grænlands - alls um 2000 km leið ( Íslandshringur er um 2100 km ) um úthaf að fara á köflum og mikill hafís.
Það var því meginmál að kayakinn væri sterkur og þyldi mikið hnjask ásamt því að vera bæði góður sjóbátur og burðarmikill með vistir og farangur.
Hann var einn á ferð.
Hann lenti í ölduhæð allt uppí 8 metra og oftast var lent að kvöldi við ísfleka og báturinn dreginn þar upp. Hann lauk svo ferðalaginu án áfalla.
Og aldrei brást kayakinn hvað sem á gekk - í hafsjó- róður um ís -ásamt mjög erfiðum lendingu oft og tíðum.
Sum sé eftir að hafa lesið þess ferðasögu og skoðað heimasíðu Hasle þá voru örlög mín með kayak- ráðin.
Ég var svo heppin að á hinum fátæklega Kork kayakklúbbsins var auglýstur svona Hasle Explorer til sölu- nýr í pakkanum og ónotaður.
Eigandinn , Gísli Örn Garðarsson leikari og leikstjóri hafði flutt inn tvö stykki fyrir sig og vin sinn- en vinurinn hætti við kaupin.
Ég keypti gripinn.
Og ég hef sennilega mest verið að róa einn á bátnum en líka með öðrum og í stórum löngum ferðum.
Alls er ég búinn að róa kayaknum ca 8000 þús km og tekist á við margskonar aðstæður ,logn, hafsjói og vindbelging og í ís.
Báturinn hefur reynst afar stöðugur og því stöðugri sem hann er meira lestaður .
Hann rúmar mjög vel allan farangur til langferða.
Og aldrei hefur hann gert mér þann grikk að velta mér um- óvænt.
Síðan notaði ég kayakinn árum saman samhliða skemmtiróðrum- til fiskveiða sem voru ábatasamar.
Hasle er nokkuð þungur-enda sterkur vel- það þarf því nokkra orku til að róa honum- en aldrei varð ég eftirbátur annara í samflotum - svona oftast í miðjunni .
Eftir alla þessa miklu notkun er Hasle gamli enn sprækur og ólúinn og bíður þess spennur að fari að vora og að huga að fiskgengd á grunninu- en það finnst honum mest spennandi.
Þetta er svona smá yfirlit um kayaktegundir sem hvatt var til að menn tíunduðu hér.
Það hefur verið gert ;)

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

17 des 2015 11:29 #3 by Gunni
Þetta fer rólega af stað hjá Inga. Þessi umræða hefur hingað til farið fram í heita pottinum eftir sundlaugaræfingu eða á sjó í félagsróðri. Þá hafa allir skoðun eða spurningu sem þarf að svara. Hér verður þetta meira opinbert, komið á "prent" og ekki alveg ábyrðarlaust. Það kannski skýrir ritstíflu mína og annara.

En það væri gaman á fá viðbrögð frá þeim sem lesa þennan þráð hvort það sé eftirspurn eftir áliti, dómum og lýsingum á hinum ýmsu kayak vörum / hlutum. T.d. með því að ýtta á "Thank you" takkann (eða kannski senda á mig email markeipur@gmail.com). Það sem ég er að fiska eftir er hvort það eigi að gera meira úr svona umfjöllun (dómar og álit) á síðunni hjá okkur ef eftirspurn er tilstaðar.

Sjálfur kíki ég mikið á þessa síðu www.paddling.net/Reviews/ og svo aðrar sem taka út útivistarvörur eins og tjöld og svefnpoka.
The following user(s) said Thank You: torfih

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

13 des 2015 19:08 #4 by Ingi
Orsi reið á vaðið og kann ég honum bestu þakkir fyrir. Hann nefnir fyrst frágang og hönnun. Það er einmitt góður útgangspunktur. Síðan nefnir hann helsta kost sem er til hvers er fleyið ætlað. Gott er að fá helsta galla líka ef um þá er að ræða. Verð og aðgengileiki eru atrið sem vert er að nefna líka. Margt fleira væri hægt að nefna en só far só gúd..

Hér kemur mitt álit á Hasle Explorer:
Mjög vel heppnaður kayak sem hefur ekki mikið breyst í gegnum árin. Það tel ég meðmæli með hvaða hönnun sem er. Hann er níðsterkur og frekar ódýr miðað við það sem gengur þar sem að hann er úr plasti en ekki trefjaplasti. Það gefur honum líka þann góða kost að vera mjög fínn í ferðir þar sem að farið er um ókunnar slóðir og landtaka er stundum ófyrirséð og harkaleg.
Hægt er að koma ókjörum af búnaði í hann og stöðugleikinn batnar og er þó fínn þegar hann er ólestaður. Ég ætla að gefa Hasle Explorer 8,5 af 10.
Helsti galli gæti verið að hann er ekki mjög hraður miðað við þessa helstu ferðakayaka sem ég þekki en þeir eru flestir úr trefjaplasti og þá aðeins dýrari mundi ég halda.
kv.
Ingi

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

11 des 2015 19:20 - 11 des 2015 19:21 #5 by Orsi
Alveg er sjálfsagt að ávarpa málshefjanda og þakka honum fyrir erindið.

Fyrsti báturinn sem ég kýs að fjalla um að þessu sinni, er Lincoln Eggemoggin, bandarísk framleiðsla. Lincoln kayakar eru vandaðir og frábærlega vel hannaðir til sjóferða, stuttra sem langra, og telst það stærsti kosturinn. Helsti gallinn, þá sérstaklega við Eggemoggin bátinn er að ég á ekki slíkt afburðaverkfæri. En hef oft skoðað hann á Alnetinu og finnst hann alltaf jafnaðlaðandi svei mér andskotans þá.

Annar bátur undir sömu sök seldur, væri Island Kayaks Qaarsut, að því viðbættu að hann er ekki framleiddur lengur. Unaðslega fagur bátur og senuþjófur á landi sem vatni. Varla þarf að taka fram að ég á ekki slíkt tæki og er það helsti gallinn.

Þriðji báturinn væri Valley Aquantrunt Club. Nema helsti kostur er að ég á ekki slíkt tæki. Jésús minn hvað hann er innilega ekki geðveikt nettur. En hinir eru það. En þeir kosta sitt. Sérstaklega þessi sem er ekki einu sinni til. Hafa menn einhverja skoðun á því? Mér finnst það í fáum orðum sagt illþolanlegt, það er mín skoðun og á alveg rétt á henni.

Ég er með 18 aðra báta til umfjöllunar, en leyfi öðrum að komast að með sínar umsagnir áður en ég steypi restinni yfir blásaklausan lýðinn.
The following user(s) said Thank You: Ingi

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

11 des 2015 12:45 #6 by Ingi
Gaman væri að fá álit félaganna á hinum ýmsu gerðum og tegundum sjókayaka.

Eftir margra ára notkun hljóta ræðarar að vera búnir að gera sér grein fyrir helstu kostum og göllum þeirra eigin keipa, eða hvað?

Flest kayakblöð sem maður hefur séð hafa sérstaka umfjöllun um nýjar útgáfur af hinum ýmsu tegundum sem við þekkjum hér. Þeir sem um þá skrifuðu höfðu skoðun á öllu sem að róðri snýr.

Erum við ekki komin með nægilega reynslu hér til að hafa á þessu einhverja skoðun og eru menn tilbúnir að deila henni með okkur?

Það eru ýmis atriði sem mér finnst að ættu að koma fram og kannski eru önnur atriði sem öðrum finnst að vera mikilvæg. Þetta kæmi sér vel fyrir þá sem eru í pælingum um þetta áhugamál og koma svo!

Kv.
Ingi

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

Powered by Kunena Forum