Hasle Explorer kayakar :
Þessi sort er minn eini kayak og hefur verið í minni eigu síðan 2001 og hef ég aldrei stundað neitt framhjáhald með annari sort af kayak- þó stundum hafi blossað upp sterk löngun- en slokknaði fljótt aftur.
Þegar ég var í árdaga að huga að hvaða kayaktegund ég ætti að kaupa - var farið yfir vítt svið og ýmsar umsagnir lesnar um viðkomandi kayaka.
Og ég stöðvaðist við Hasle Explorer sem er steyptur úr plasti með tvöföldu lagi -ytra og innrabyrði,
Og sagan sem heillaði mig var umsögn dansks arkitekts sem var mikill ævintýramaður á Grænlandi í sinum frístundum. Hafði prófað marga kayaka þar og fann sitthvað að þeim öllum- þar til hann ákvað að kaupa Hasle Explorer- norskan kayak til mikils kayakróðurs suður með vesturströnd Grænlands - alls um 2000 km leið ( Íslandshringur er um 2100 km ) um úthaf að fara á köflum og mikill hafís.
Það var því meginmál að kayakinn væri sterkur og þyldi mikið hnjask ásamt því að vera bæði góður sjóbátur og burðarmikill með vistir og farangur.
Hann var einn á ferð.
Hann lenti í ölduhæð allt uppí 8 metra og oftast var lent að kvöldi við ísfleka og báturinn dreginn þar upp. Hann lauk svo ferðalaginu án áfalla.
Og aldrei brást kayakinn hvað sem á gekk - í hafsjó- róður um ís -ásamt mjög erfiðum lendingu oft og tíðum.
Sum sé eftir að hafa lesið þess ferðasögu og skoðað heimasíðu Hasle þá voru örlög mín með kayak- ráðin.
Ég var svo heppin að á hinum fátæklega Kork kayakklúbbsins var auglýstur svona Hasle Explorer til sölu- nýr í pakkanum og ónotaður.
Eigandinn , Gísli Örn Garðarsson leikari og leikstjóri hafði flutt inn tvö stykki fyrir sig og vin sinn- en vinurinn hætti við kaupin.
Ég keypti gripinn.
Og ég hef sennilega mest verið að róa einn á bátnum en líka með öðrum og í stórum löngum ferðum.
Alls er ég búinn að róa kayaknum ca 8000 þús km og tekist á við margskonar aðstæður ,logn, hafsjói og vindbelging og í ís.
Báturinn hefur reynst afar stöðugur og því stöðugri sem hann er meira lestaður .
Hann rúmar mjög vel allan farangur til langferða.
Og aldrei hefur hann gert mér þann grikk að velta mér um- óvænt.
Síðan notaði ég kayakinn árum saman samhliða skemmtiróðrum- til fiskveiða sem voru ábatasamar.
Hasle er nokkuð þungur-enda sterkur vel- það þarf því nokkra orku til að róa honum- en aldrei varð ég eftirbátur annara í samflotum - svona oftast í miðjunni .
Eftir alla þessa miklu notkun er Hasle gamli enn sprækur og ólúinn og bíður þess spennur að fari að vora og að huga að fiskgengd á grunninu- en það finnst honum mest spennandi.
Þetta er svona smá yfirlit um kayaktegundir sem hvatt var til að menn tíunduðu hér.
Það hefur verið gert