Félagsróður 12.12.2015

13 des 2015 21:27 #1 by Andri
Replied by Andri on topic Félagsróður 12.12.2015
Félagsróðurinn í gær var eftirminnilegur og fær nokkrar línur hér. C.a 10 bátar á sjó og stefnan sett austurfyrir Geldinganes með Þerneyjarkrækju. Ísskán var á sjónum við höfuðstöðvarnar sem virtist greiðfær í fyrstu en þykknaði svo þegar við komum utar. Ég og minn explorer vorum ísbrjótar til að byrja með en þegar carbonárin dreif ekki lengur í gegnum klakann tók Sveinn Axel framúr með grænlensku árina en það virtist auðvelara að reka hana í gegn. Á tímabili hélt ég að við yrðum að snúa við en þetta hafðist samt á endanum, þá var spítan hans SAS reyndar orðin eins og nagaður blýantur :)
Við rérum meðfram Geldinganesinu þar til að við komum að öðru íshafti sem virtist frá okkar sjónarhorni vera landfast milli Geldinganess, Þerneyjar, yfir Þerneyjarsund og að Lundey. Þá var ákveðið að snúa við og reyna að róa í átt að Korpu. Fljótlega komum við svo að öðru hafti og það virtist eins og við værum bara að róa í smá vök. Þarna þar komin smá gjóla að austan og helmingur hópsins snéri við meðan aðrir lögðu í ísinn og freistuðu þess að komast í auðan sjó uppvið landið austan við Þerney. Fljótlega komumst við að því að ísinn var ekki eins víðfemur og okkur hafði sýnst í fyrstu og endaði með því að við náðum að krækja fyrir Geldinganesið. Þetta gerðu 8.6km í bókina enda gátum við ekki farið stystu leið.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

11 des 2015 20:46 #2 by Guðni Páll
Frábær spá á morgun fyrir vetrarróður.

Hvet alla til að mæta að bleita aðeins í sér.

Róðrarleið verður ákveðin á pallinum í samræmi við hópinn.
Óljóst er hver verður róðrarstjóri ég á daginn en er ekki alveg viss að ég komist. Ef ekki þá tekur þetta eitthver annar að sér.


Kv Guðni Páll

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

Powered by Kunena Forum