Tompkins deyr úr ofkælingu

18 des 2015 16:08 - 18 des 2015 16:09 #1 by Gíslihf
Baldvin Kristjánsson var að setja tengingu á frasögn um þetta slys, það er Rick, félagi Doug Tompkins á tveggja manna bátnum sem segir frá og var hann skiljanlega hætt kominn.
Þarna er komin frásögn frá fyrstu hendi. Ég sé að það var enginn sérstakur gæd, þetta voru einfaldlega 6 félagar í ferð. Þeir héldu ekki hópinn þegar þeir börðust fyrir nes í miklum mót- og hliðarvindi. Stýrið var í ólagi þannig að þeir gátu ekki snúið upp í öldu sem velti þeim. Vindurinn bar bátinn frá landi og þá vex aldan. Þeim tókst ekki að komast upp í bátinn, slepptu honum og reyndu að synda til lands.
medium.com/@patagonia/to-those-who-loved...8e89aa520#.5k4pqqxri

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

14 des 2015 20:44 - 14 des 2015 20:55 #2 by Gíslihf
Við sem erum vön að vera í þurrgöllum og hlýjum undirfötum höfum ekki alltaf skilið þá miklu áherslu sem kennarar og prófdómarar leggja á að við náum manni fljótt upp úr sjónum. Það getur samt verið mjög mikilvægt, því að við vitum ekki alltaf hvernig viðkomandi er klæddur fyrir kalt vatn. Okkur finnst oft bara fjör og notalegt að veltast um í sjónum og tökum jafnvel tíma til að spá í bestu vinnubrögðin meðan félagi okkar er á sundi - en erlendis er algengara að ræðarar klæðist léttari fötum og þá skiptir hver minúta máli.

Hér eru tvær stuttar sögur frá mér:
Einn nemandinn sem var hjá mér í sumar, fór á sund við æfingu sem reyndi á jafnvægið. Hún skrækti og saup hveljur. Ég kallaði: "Ingibjörg, slakaðu á, þú ert í þurrgalla!." Þegar við fórum í matarpásu, þurfti hún að vinda undirfötin, "þurrgallinn" lak út um allt og skálmarnar voru fullar af sjó þegar í land kom.

Annað sinni var ég með með stutta æfingu að vori í köldum sjó, fyrir mann á miðjum aldri og konu hans. Lilja var með mér enda vorum við skammt frá Eiðinu í góðu veðri. Karlinn valt og lenti á sundi við að æfa stuðningsáratök, sem er ekki óalgengt, og ég taldi það fínt tækifæri til að kenna honum félagabjörgun. Hann fór ekki rétt upp úr vatninu (fannst mér) og ég rak hann út í aftur og í byrjunarstöðu við stefnið hjá mér. Hann skalf eitthvað og var reyndar ekki orðinn blár, en vel hvítur í framan.
Eftir tímann þegar Lilja ávítaði mig fyrir tillitsleysið og ég afsakaði mig með því að hann væri í löggunni og ætti að þola talsvert, rann upp fyrir mér að hann hafði bara verið í gallabuxum og jakka :)

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

14 des 2015 12:40 #3 by Andri
Replied by Andri on topic Tompkins deyr úr ofkælingu
Sorglegt mál. Skv fréttinni þá virðist þetta hafa verið reyndur ræðari á ísköldu vatni í vindgalla.
Það er auðvelt að falla í þá gildru að fara vanbúinn af stað haldandi að það sé útilokað að upp geti komið aðstæður sem maður ræður ekki við. Maður hefur ekki langann tíma til að bjarga sér úr 4°c koldu vatni. Pössum okkur á þessu.

Kv,
Andri

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

13 des 2015 21:29 - 13 des 2015 21:31 #4 by Gíslihf
Hann er gjarna kenndur við North Face, framleiðanda útivistarfata, sem hann stofnaði og átti - en var reyndar löngu búinn að selja og lifði fyrir hugsjónir um náttúruvernd og þjóðgarða í Chile.
Hann var orðinn 72 ára (jafnaldri minn) og búnn að fá hjartsláttaróreglu - en hefur talið sig færan í flestan sjó, enda gamalreyndur fjallamaður og straumræðari. Það sem er vert að muna að nú er sumar á þessum slóðum og lofthiti góður, en þetta stóra vatn er kalt, enda milli jökla syðst í Chile. Þeir freistuðust því til að róa léttklæddir en lentu svo í jöklavindi (catabatic) ef ég skil aðstæður rétt.
Það er einkennilegt við þess frásögn að leiðsögumaðurinn er ekki nefndur við björgun, þeim tókst ekki að ná honum upp úr vatninu og komu honum ekki í land fyrr en eftir klukkustund.
Sjá frásögn í Guardian:
www.theguardian.com/us-news/2015/dec/13/...e-chile-conservation

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

Powered by Kunena Forum