Aðventuróður

20 des 2015 15:06 #1 by Ingi
Aðventuróður was created by Ingi
Þar sem að ég var notaður í ýmsan jólaundirbúning á laugardaginn komst ég ekki í hefðbundinn félagsróður en ákvað að róa smá hring í morgun. Smári kom og við héldum út á sléttan sjóinn uppúr kl 11. það var blankalogn og smá rigningarúði og þegar komið var að austurenda Geldinganessins fannst okkur tilvalið að halda áfram í blíðunni um Þerneyjarsund og þegar komið var að vesturenda Þerneyjar fannst okkur tilvalið að halda áfram að Lundey. Alltaf sama blíðan. Þegar við komum að Lundey fannst okkur ekki annað við hæfi en að taka stefnuna á Viðeyjarhornið og þar tókum við smá pásu í fjörunni. Heimleiðin var tíðindalítil en alltaf sama blíðan og fuglarnir alltaf jafnhissa að sjá ræðara á sunnudegi þegar allir eru í fríi. En semsagt 15 km í bókina og við Smári lögum stöðuna aðeins..:) :lol:

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

Powered by Kunena Forum