Gamlársdagsróður - 31. desember

31 des 2015 16:10 - 31 des 2015 16:16 #1 by Þorbergur
Hér eru þær myndir sem sem ég náði að smella af áður en batteríið sagði stopp og ekki eru hreyfðar

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

31 des 2015 16:07 #2 by maggi
Við vorum með ykkur í huganum en náðum ekki lengra en það, við óskum ykkur gleðilegs árs og takk fyrir það gamla.
Kveðja úr Gurkugerði

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

31 des 2015 14:14 - 31 des 2015 14:20 #3 by Sævar H.
Það reyndist miklu betra áramóta róðrarveðrið til sjós og lands en spáin gerði ráð fyrir . Heimsótti Geldinganesið um kl 11 í morgun um það bil sem hún Eva kom til að laga franska rauðvíns áramótadrykkinn fyrir kayakfólkið. Og skömmu síðar kom róðrarfólkið í land eftri góðan hring á svæðinu austan Eiðsgranda- 17 ræðarar- mest ungar konur- eða ég tók mest eftir þeim :-) Hressir ræðarar. Þetta er einn af fáum Gamlársdagsróðrum þar sem ég hef ekki verið meðal ræðara- í hálfan annan áratug:

Og þegar í land var komið biðu glæsilegar veitingar hjá Evu Leplat sem voru gerð góð skil.

Myndir frá landtöku og samkomu

plus.google.com/photos/11326675796839424.../6234448902583790865

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

30 des 2015 10:43 #4 by Klara
Veðurspáin fyrir róðurinn á morgun gæti verið betri en við höldum ótrauð plani. Mæting kl. 09:30, sjósett kl. 10:00. Áætlað að róa stuttan hring og vera komin í land um kl. 11:15. Kl. 11:30 mun klúbburinn bjóða upp á hefðbundnar áramótaveitingar.

Hvetjum fólk til að mæta og láta sjá sig, hvort sem er í róður og veitingar eða bara veitingar :)

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

30 des 2015 10:05 #5 by eva
À demain!

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

28 des 2015 16:14 - 28 des 2015 16:17 #6 by Gíslihf
Ingi er oft berhentur við róður og verður því krókloppinn, jafnvel þótt hann vinni sér betur til hita en kerlingin sem fannst dauð úr kulda við ár í bát, en hún á að hafa sagt: "Hérna hafa þeir hitann úr."
Ég hef ekki trú á að Eva prjóni og þæfi sjóvettlinga á karl sinn úr þessu, enda voru það íslenskar konur sem prjónuðu á franska skútusjómenn hér fyrr á öldum.
Hugsanlega klökknar einhver góð kæjakkona við að lesa um helkulda Ágústar Inga og prjónar á hann sjóvettlnga!

Með hlýjum frostkveðjum fyrir Mörsug og Þorra,
Gísli H. F.
The following user(s) said Thank You: eva

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

28 des 2015 09:29 #7 by Klara
Eins og staðan er núna er ágæt veðurspá fyrir gamlársdag.

Spáð er austan golu en það gæti orðið nokkuð kalt eða -5°c sem er bara hressandi fyrir róandi ljóðaunnendur.

Ingi hefur nokkra daga til að lemja saman ljóð fyrir gamlársdag, þetta verður skemmtileg uppákoma - Eva með frábærar veitingar og Ingi með ljóðalestur.
The following user(s) said Thank You: eva

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

20 des 2015 19:48 #8 by Klara
Gamlársróður Kayakklúbbsins verður með hefðbundnu sniði í ár. Sjósett verður kl. 10:00 fimmtudaginn 31. desember og er stefnt að róðri sem hentar sem flestum. Róðrarleið verður ákveðin þegar nær dregur með tilliti til veðurs og sjólags.

Eftir róðurinn (ca. kl. 11:30) býður klúbburinn upp á veitingar með frönskum hætti.

Félagar eru hvattir til að fjölmenna og eiga góða stund saman, hvort sem mætt er bæði í róður og kaffi eða bara í kaffi.

Sjáumst á sjó.
The following user(s) said Thank You: eva

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

Powered by Kunena Forum