Félagsróður 26.des

26 des 2015 15:16 - 26 des 2015 15:21 #1 by Orsi
Replied by Orsi on topic Félagsróður 26.des
Sé fyrir mér ræðuna á pallinum;

SAS; góðan daginn Gunni minn, ég heiti Sveinn Axel og er róðrarstjóri í dag.
Gunni: kúl.
SAS: jájá og ég ætla að skipa....látum okkur sjá....ÞIG sem fremsta mann. Og það má enginn fara framúr þér. Og góða ferð. Og það verður ekkert kaffistopp. Góða ferð aftur.
Gunni: kúl.
The following user(s) said Thank You: Andri, SAS

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

26 des 2015 13:43 #2 by SAS
Replied by SAS on topic Félagsróður 26.des
Aðstæður í morgun voru ekkert að rífa mann fram úr, en kl 07:00 voru vindhviður NA 18 m/s og 2 stiga frost í Geldinganesinu.
Það var fámennt í morgun, en við Gunnar Ingi mættum og rérum Geldinganeshring með góðum sveig í átt að Gunnunesi í NA10 m/s og hita við frostmark.

Kom á óvart að eftir frostið síðustu daga, að það var enginn ís á leiðinn eða við höfuðstöðvarar. Róðurinn var tíðindalaus, með hörku lensi norðan Gnes og heldur minni vindi þegar komið var sunnan megin.

Næstu róðrar: Æfingarróður á þriðjudaginn kemur og svo Gamlárdagsróður :-)

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

25 des 2015 21:12 #3 by Andri
Félagsróður 26.des was created by Andri
Ég er skipaður róðrarstjóri á morgun en hef ekki tök á að mæta.
Treysti því að einhver hlaupi í skarðið.

Góða skemmtun

Kv,
Andri
The following user(s) said Thank You: Gunni

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

Powered by Kunena Forum