Aðstæður í morgun voru ekkert að rífa mann fram úr, en kl 07:00 voru vindhviður NA 18 m/s og 2 stiga frost í Geldinganesinu.
Það var fámennt í morgun, en við Gunnar Ingi mættum og rérum Geldinganeshring með góðum sveig í átt að Gunnunesi í NA10 m/s og hita við frostmark.
Kom á óvart að eftir frostið síðustu daga, að það var enginn ís á leiðinn eða við höfuðstöðvarar. Róðurinn var tíðindalaus, með hörku lensi norðan Gnes og heldur minni vindi þegar komið var sunnan megin.
Næstu róðrar: Æfingarróður á þriðjudaginn kemur og svo Gamlárdagsróður