Örnefni á róðraslóð Kayakklúbbsins

31 des 2015 16:11 - 31 des 2015 16:24 #1 by Gíslihf
Við getum þakkað Sævari fyrir þetta.
E.t.v. getur síðustjóri sett myndirnar undir "Fróðleik".

Enn væri vel þegið ef einhver vissi um nánari heimildir um Þerney.
Svo kemur þetta vonandi mest allt inn á stafrænu kortin hjá Landmælingum á árinu sem senn hefst.
Ekki er þó víst að Veltuvík og Öxlin (hans Gumma Breiðdal) verði þar með :)

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

29 des 2015 22:36 - 31 des 2015 12:35 #2 by Sævar H.
Hér koma innfærð örnefni á okkar róðrarsvæði til viðbótar því sem er á vefnum undir " Fróðleikur" Viðey

Vona að þetta gagnist þar til eitthvað betra kemur

Kveðja

Hér er slóð á 5 kortahluta með innfærðum örnefnum sem þekkt eru

plus.google.com/photos/11326675796839424...36761596820529?pli=1



Synishorn af korti
Attachments:

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

29 des 2015 16:28 - 29 des 2015 16:29 #3 by Sævar H.
Takk fyrir þetta Gunni

Þetta var tengt sömu sendingunni og Viðeyjar örnefnakortið . Ég er búinn að finna þann þráð en það virðist ekki hafa komist áfram á myndavefinn eins og Viðey.
En hvað um það ég er nú kominn með örnefnakort af ýmsu m.a Engey og ströndinni kringum okkar svæði. Þerney er mér ennþá nokkuð hulin hvar ég fann það örnefnakort - þar sem Þerney er ný orðin íbúi Reykjavíkur -tilteyrði Kjalarnesi og Kjós frá landnámi.

Ég mun senda þetta á vefinn í myndrænu formi -eins og Viðeyjarkortið en það er fínt staðsett undir "Fróðleikur"

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

29 des 2015 13:16 #4 by Gunni
Sævar, þú mátt endilega koma með eitthvað sem hjálpar mér að leita, t.d. ca hvenær þú settir þetta inn, fór þetta inn á korkinn, eða greinar ? Gefðu mér einhver stikkorð til að vinna útfrá.

Þegar ég kom að vinnu við síðu klúbbins var "gamli vefurinn" farinn. Ég tók öll mynda söfn og kom hingað í picasa . Korkurinn á að vera til mjög langt aftur í tímann.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

28 des 2015 22:27 #5 by SAS
Spurning Sævar hvort þetta efni er að finna á gömlu síðunni, sem er til í skjalasafninuá pdf sniði
kayakklubburinn.is/index.php/klrinn-main...ubburinn-eldri-vefur

Spjallið geymir siðan ýmsa gullmola þegar að er leitað

kv

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

28 des 2015 20:22 #6 by Sævar H.
Í tímansrás hef ég sett inn hér mörg örnefnakort yfir eyjarnar á Kollafirði fyrst og fremst Viðey en einnig Akurey, Engey,Lundey ,Þerney og Geldinganes. Þetta er allt horfið utan Viðeyjarkortið. Því miður glötuðust þessi gögn einnig hjá mér í einu tölvuhruninu og held að það sé ekki að finna annarstaðar. Þennan fróðleik viðaði ég að víða og lagði talsverða vinnu í þetta- þar sem verið var að róa um þetta svæði í áratugi . Öll þessi örnefni og kort af þessu eru til í bókum - bara að finna þær- einkum á bókasöfnum.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

28 des 2015 17:25 - 28 des 2015 17:39 #7 by Gíslihf
Mér datt í hug fyrir stuttu að skoða Gorvík (neðan við Korpúlfsstaði og golfvöllinn) á korti á vefsíðu Landmælinga Íslands (LMI.is) . Þá finnst ekki lengur hið ágæta kort sem var kallað "Örnefnasjá", en er vísað á nýrra kort sem heitir Kortasjá: atlas.lmi.is/kortasja/

Þar vantar enn mörg heiti sem við þekkjum úr nágrenni Geldinganess og hafði ég því samband við Rannveigu hjá Landmælingum.
Hún safnar örnefnum frá heimildarmönnum, sem geta verið fræðimenn, staðkunnugir, eldri bændur eða aðrir. Besta heimildin sem við vitum um yfir "okkar svæði" er unnin um 1985 af Guðlaugi R. Guðmundssyni og má sjá þau kort og örnefni í 4. bindi ritsins Reykjavík Sögustaður vð Sund. Þar eru Geldinganes, Viðey og Engey, en ekki Þerney eða Lundey, enda hafa þær væntanlega ekki verið hluti af Reykjavík á þeim tíma.

Ég hvet þá sem eiga eða geta nálgast ritið, til að skoða þessi kort. Það væri ánægjulegt ef við lærðum helstu örnefnin og gætum notað þau í róðraskýrslum. Þetta nýja kort Landmælinga er aðeins uppfært tvisvar árlega en Rannveig segir í pósti til mín:
"Við höldum áfram með þetta Reykjavíkurverkefni á nýju ári.
Svo heyri ég frá þér ef þið hafið nákvæmari staðsetningu eða viðbætur."


Það sem við getum gert er að skoða merkingar og bera saman við fjöruna sem við þekkjum svo vel, til að fá hugsanlega fram nákvæma staðsetningu, þegar þysjað er inn á staðinn á kortinu. Við gætum einnig sent línu til LMI og hvatt þá til að koma þessum nöfnum inn í næstu uppfærslu, enda séu margir sem noti þetta svæði til róðra og útivistar.
The following user(s) said Thank You: Ingi

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

Powered by Kunena Forum