Um helgina óskaði ég eftir skráningu, á fyrirhugaðri tilraun minni til að róa þennan spotta.
www.havspaddlarnasblaband.se/e_arets.html
Sendi rafpóst af stað seint um kvöld, eldsnemme morguninn eftir var komið svar og staðfesting - snöggir svíarnir þar. Start dagsetning er ávallt nokkuð háð veðri og getur hrokkið í báðar áttir, ekkert í reglunum mælir gegn því. Júní er valinn með hliðsjón af möguleika á sem lengstum birtutíma. Nú er svo að nota tímann vel til að kortleggja leiðina, gaumgæfilega enda mörg sker og tangar sem þarf að fara fyrir eða hjá. Verulega er hægt að stytta leiðina, (sem fyrir flesta endar í kringum ca. 2300km) ef róið er djúpt og þverað grimt, slíkt er þó ávallt verulega háð veðri og ekki síst stemmingunni um borð.
Það er ekkert leyndarmál að stefnt er að eins stuttri ferð og mögulegt er, sem telst því atlaga að metinu sem er 23 dagar á 2119km, sem gerir um 92km á dag - til að bæta metið um 1 dag miðað við sömu vegalengd(2119km) - þarf að róa minnst 96km+ á dag í 22 daga. Þetta verður strembið engin spurning, mikilvægt að vera heppinn með veður og ekki síst að halda heilsu og þreki allan túrinn.