Sundlaugaræfing

17 jan 2016 10:57 - 17 jan 2016 10:58 #1 by Gíslihf
Sundlaugaræfing was created by Gíslihf
Það verður tími í Laugardalslaug í dag kl. 16-18. Vaktsjóri tjáði mér að engir sundmenn yrðu með laugina á okkar tíma en það gæti orðið að viku liðinni. Ég á ekki heimangengt í dag en fyrsti maður hefur bara samband við afgreiðsluna ef ekki er búið að opna dyrnar þar sem bátarnir fara inn. Hafið auga hvert með öðru - það gæti alltaf verið að einhver gleymi að hafa lykkjuna utan við!

Hörður klikkaði ekki á því að hafa auga með mér eitt sinn. Þá ætlaði ég að æfa það að fara inn í bátinn á hvolfi og koma svo upp með veltu. Ég var góða stund með höfuðið inni í mannopinu og gat andað þar áður en ég fór að renna mér inn í bátinn með kollhnís aftur á bak. Þegar ég kom upp úr sá ég að Hörður var að koma til að bjarga mér, enda hafði ég ekki sést í nokkuð langan tíma :ohmy:

Kveðja.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

Powered by Kunena Forum