Þetta eru gildar spurningar. Ég myndi halda að nú þyrftum við að fá innlegg frá Gísla, Guðna, Magga og Gumma Björgv.amk. í fyrstu lotu, og athuga hvað þeir þurftu oftast að nota úr sínum sjúkratöksum á ferðum. Mikil þekking sem hefur safnast þar upp.
Í annan stað mætti skoða hvaða meiðslum ræðarar eru útsettir fyrir. Stundum sláum við árablöðum í ennið á hvert öðru, blóð og jukk, Maggi þekkir það. Síðan erum við dugleg að stanga hvert annað með bátum, brenna okkur á heitu vatni í tjaldstað, eða hrufla og skera okkur á hnífum og þannig mætti telja..
Ég hef haft mest gagn af verkjatöflum og sáraþvottaklútum, kælipokum, teygjubindum, bæði fyrir mig og mína skjólstæðinga, plús (hælsæri)plástra og sárabindi.. þetta er það sem staldrar styst við. Annað óhreyft árum saman.
Eitthvað til að kæla, skola og binda og lina verki, mest álag á þessa hluti semsagt. Að ekki sé talað um blessaðan símann og 112 takk.
Að lokum má bæta við ágætan lista Gunna. Þarna eru hentugar lausnir við róðrarfólk.
Fjallakofinn er með þessa:
www.lifesystems.co.uk/products/first-aid...door-kits/waterproof
Hérna er grein um uppbyggingu á kayaksjúkrakassa
www.paddling.net/guidelines/showArticle.html?102
Og þennan framleiðanda þekkjum við:
www.adventuremedicalkits.com/