Undirrituð verður þess heiðurs aðnjótandi að stýra þorraróðri á laugardaginn.
Það verður ekki venjulegur félagsróður því að eftir róður mun Þorrakóngurinn Sveinn Axel Sveinsson framreiða þorramat í boði klúbbsins.
Selspik fyrir þá sem vilja í boði Andra....
Veðurspáin er ágæt en ís gæti sett okkur skorður.
Skv. þeim sem réru í gær voru fáar róðrarleiðir færar.
Við sjáum til og ákveðum leið á pallinum.
Hvetjum félagsmenn til að fjölmenna, hvort sem er í róður eða mat, eða bara í mat.
Skora á þá sem þora og hafa heilsu til að taka ísveltu og fá sér svo saltað selspik (hvort er skárra???).
Sjáumst á sjó á laugardaginn.
Klara.