Öldur

15 feb 2016 21:07 #1 by Ingi
Replied by Ingi on topic Öldur
staðan eins og hún er núna og næstu daga: www.vegagerdin.is/vs/LandeyjarMyndir/Default.aspx?startPlace=1

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

15 feb 2016 20:10 - 15 feb 2016 20:10 #2 by Sævar H.
Replied by Sævar H. on topic Öldur
Eins og þessu er lýst hvernig nádynkur myndast þá er þetta fyrirbrigði greinilega mjög skýrt þarna við sunnanverða Lundey.
Og gamli 3-6-9 öldu rythminn er í fullugildi eins og verið hefur í áraþúsundir. Gaman að þessu- verði maður ekki á milli í nádynk ;-)

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

15 feb 2016 19:52 #3 by Orsi
Replied by Orsi on topic Öldur
Sævar, ég hef einmitt verið að leita að hugtaki sem lýsir aðstæðum við Lundey, þegar öldur slást saman sunnan við eyna. Mun það ekki vera í ætt við nádynk? Klárlega verður hressilegur dynkur þegar Blóðughadda, Hrönn eða Hefríng klofnar norðan eyjar og klippir síðan gullin sunnan eins og við þekkjum.
Dynkir í systrunum þremur, það hlýtur að gefa glögga mynd ef svo ber undir.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

15 feb 2016 14:20 #4 by Þorbergur
Replied by Þorbergur on topic Öldur
Hér er eitthvað um öldur!

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

15 feb 2016 09:25 - 15 feb 2016 09:26 #5 by Ingi
Replied by Ingi on topic Öldur
það eru til mikil fræði um þessar öldur : en.wikipedia.org/wiki/Rogue_wave

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

14 feb 2016 23:51 - 14 feb 2016 23:53 #6 by Sævar H.
Replied by Sævar H. on topic Öldur
Í sagnaritinu mikla " 'Islenskir sjávarhættir" eftir Lúðvík Kristjánsson er mikill fóðleikur um öldur og brimlendingar í þannig aðstæðum:
" Ein er sú sem kölluð er "náalda" sem tók sig upp úti á rúmsjó og fór yfir mikið svæði og var afar mikil áður en hún féll og dó.
Þegar tveir násjóir voru féll annar frá landi en hinn að og þegar þeir mættust varð mikill dynkur "nádynkur"
Násjóir voru ýmist taldir 3,6, eða 9 öldur og féllu hver á eftir annari
Öllum ber saman um stærðina; þær hafi margar dregist saman í eina er hafi risið afar hátt og myndað holskeflu sem í kyrru hafi ekki brotnað fyrr en kenndi grunns. "
Þessi lýsing er sannfærandi gagnvart Reynisfjöru,

Gæti einnig átt við ölduna og brotið mikla á hann Guðna Pál skammt austan við Kúðafljótið

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

14 feb 2016 09:57 #7 by Andri
Replied by Andri on topic Öldur
Fróðlegt og góð viðbót í vopnabúrið ef það á að ýkja hetjusögurnar.

"Eitt sinn röri ég vestur fyrir Viðey í mestu makindum þegar skyndilega birtist gríðarstór Dúfa. Hún var ekki bara hvítfext, heldur vígtennt líka. Dúfan urraði og það marraði í henni uns hún stökk á bráð sína. Ekki náði hún samt að velta mér og explorer í þetta skiptið, onei."

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

13 feb 2016 21:28 #8 by Orsi
Öldur was created by Orsi
Við þekkjum ömmurnar við Viðey og hvernig sumar eru stærri en aðrar, og hvernig þær geta skrúfað sig upp í svaðalega stærð eftir ákveðnu mynstri. Hér er fróðleikur áhugaverður..

Öldurnar eru níu og eiga sér hver sitt nafn, Í norrænu goðafræðinni eru þetta semsagt dætur Ægis og Ránar.
Og heita
Kolga,
Dúfa,
Blóðughadda
Hrönn
Hefring

Bylgja
Bára
Unnur
Himinglæva

Eins og ég skil þetta, eru feitl. öldurnar eru áberandi stærri, allt að 30-40% stærri en hinar, systurnar þrjár munu sjómenn þær, þar á meðal er hin skæða Blóðughadda. Ef fræðaþulir klúbbsins vilja leiðrétta eitthvað í þessu, endilega svo. Þetta er eitthvað sem við eigum nú að kunna, er það ekki?
The following user(s) said Thank You: Gunni

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

Powered by Kunena Forum