Byrjendakennsla og þjálfun

09 maí 2016 22:46 #1 by Gíslihf
Kerra og búnaður í pöntun hjá GG ætti að koma í hús í lok vikunnar.

Ég vonast því til að geta sett af stað tvö námskeið fljótlega:
  1. 23.-28 maí: Byrjunarnámskeið fyrir unglinga
  2. 30.maí - 4.júní: Grunnnámskeið fyrir fullorðna
Hugsanlega eiga einhverjir félagar í klúbbnum börn sem fyrra námskeiðið gæti hentað.
Sjá lýsingu á námskeiðum á fésbókarsíðunni /Kajakskolinn

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

08 maí 2016 18:37 #2 by Gíslihf
Takk Sveinn Axel.

Byrjendur í yngri kantinum eiga að fá kennslu í mjög vernduðu umhverfi, sundlaug, litlu stöðuvatni, lygnri á eða lóni.
Námsefnið í því sem ég kalla "Byrjendanámskeið" er það sama og einnar stjörnu efni í BCU fyrir fullorðna.
Eftir vorhátíðina í gær, þegar ég var að aðstoða fjóra byrjendur í 100 metra bátaburði og síðan leðju áður en komist var á flot gekk ég um svæðið inn við golfvöll og svo nær Fjósaklettum. Þar er styttra niður í fjöru en aðgengi á bíl með báta afar takmarkað. Þessir staðir eru samt áhugaverðir fyrir 2ja stjörnu námskeið eins og "Grunnnámskeið" fyrir fullorðna.

Eftir þetta hef ég verið að skoða nálæg stöðuvötn og aðgengi að þeim í dag. Ég hef verið við Reynisvatn, Langavatn, Hafravatn og loks Elliðavatn og er að vinna úr því sem ég er búnn að sjá í huganum.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

07 maí 2016 17:55 #3 by SAS
Replied by SAS on topic Byrjendakennsla og þjálfun
Til hamingju Gísli.
Kv

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

06 maí 2016 22:41 - 06 maí 2016 22:43 #4 by Gíslihf
"Góðir hlutir gerast hægt" segja sumir. Fyrir 4 árum var ég með í ferð til Wales eins og góður hópur fór í nuna en þá fékk ég Nigel Dennis til að hafa 2ja stjörnu námskeið og öryggisnámskeið (FSRT) því að það er byrjunin á löngu ferli til þess að geta orðið kennari í BCU kerfinu. Jafnframt gerðist ég félagi í Canoe Wales.

Loks er ég kominn á þann stað að geta sjálfur boðið 2ja stjörnu námskeið og hef gaman af því að geta sýnt ykkur bréfið því til staðfestingar:
drive.google.com/open?id=0B7dk_7bFYEDfUzB0MEhqeHpUMU0
Ég mun fljótlega auglýsa námskeið.
Kveðja,
Gísli H F

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

11 apr 2016 10:51 - 11 apr 2016 10:54 #5 by Gíslihf
Konan mín segir að ég fari alltaf í uppsveiflu á vorin þegar fer að birta og spyr hvenær þetta nýja kajakævintýri mitt þreytist. :huh:
Nei, vonandi gerist það ekki. Tvær fésbókarsíður eru komnar á vefinn en eru áfram í vinnslu, enda er ég viðvaningur í samfélagsmiðlum:
Fyrri síðan er á íslensku um námskeið og heitir Kajakskolinn
Hin síðan er á ensku til að benda ferðamönnum á stutta róðra með leiðsögn og heitir KayakToursReykjavik
Vinsamlega finnið þessar síður á Facebook og látið fólk vita sem gæti haft áhuga.

Svo er smíð á kerru fyrir 12 kajaka eða 6 kajaka + 2 kanóa í pöntun og á hún að vera tilbúin í lok apríl.
Maggi var svo hjálplegur að ég fékk teikningar hjá honum að kerrunni.
The following user(s) said Thank You: Ingi

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

03 mar 2016 13:41 - 03 mar 2016 13:44 #6 by Gíslihf
Ég fékk kennsluréttindi s.l. haust sem Bretinn kallar Level 2 (BCU Certificate in Coaching Paddlesport).
Það gildir til að kenna, prófa og gefa út skírteini fyrir tvær stjörnur á kayak og kanó. Einnig get ég kennt fyrir 3ja stjörnu stig á sjókayak en ekki annast próf.
Fyrir fólk sem vill stunda róður á sjókayak er 3ja stjörnu hæfnin nokkurn veginn það sem þarf til að vera sjálfstæður ræðari, þannig að auðvitað væri það mest áhugavert að geta boðið það hér heima.

Nú er ég að afla mér búnaðar til að geta boðið námskeið, en ég miða við að verða ekki með fleiri en 4 í einu og vera á sjó en ekki í sundlaug. Meðfram þessu get ég tekið ferðamenn í stuttar ferðir þegar svo ber undir.
The following user(s) said Thank You: SAS

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

Powered by Kunena Forum