Félagsróður 12. mars

13 mar 2016 10:44 - 13 mar 2016 10:47 #1 by Ingi
Replied by Ingi on topic Félagsróður 12. mars
Ég var með væng-ár. Prion af stærstu gerð. Hef allavega ekki séð stærri. Það er eins og að vera fastur í lágadrifinu. Kemur sér vel þegar baksað er á móti en stórvarasamur á hlið og ekki kostur á lensi. En ég var nú aðallega að rifja upp gömul kynni við þennan kayak sem ég kynntist fyrst fyrir ja 8 eða 9 árum og þá var hann alllur miklu rýmri. Merkilegt. En ég taldi mig þurfa að vera í lágadrifinu vegna aðstæðna og vissi nokkuð hvað Keltinn er stöðgur svo að sú var ástæðan að nota ekki grænlensku árina. Ég held að sú grænlenska sé betri við svona aðstæður vegna þess sem Lárus segir.

Kv
Ingi

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

13 mar 2016 10:34 #2 by Larus
Replied by Larus on topic Félagsróður 12. mars
Fyrir mig virkar grænlenska í öllum aðstæðum enda ekki annað í boði, ég á ekki euro árar lengur, ég man svosem ekki eftir að það hafi verið eitthvað mál að vindurinn væri að rífa í blaðið, allavega ef því er haldið lágu tók hann ekki mikið í og hvort það væri mikil eða lítill skurður fannst mér ekki skipta, notaði engan skurð svona í restina á euroferlinum. Sú grænlenska tekur vel á í öllum aðstæðum ef maður nær að stinga djúpt, Guðni kvartaði reyndar undan mér í mesta vindinum þar sem hann var um stund rétt á eftir mér og fékk allar gusurnar beint í andlitið svo dýptin hefði kanski þurft að vera meiri en þarna vorum við að berjast við að fara áfram og stíllinn kanski leið fyrir það.
Ég er bara búin að taka ákvörun um hvað virkar fyrir mig, væri fróðlegt að sjá sjónarmið þeirra sen nota báðar tegundir og hafa góðan samanburð.

lg

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

13 mar 2016 08:33 - 13 mar 2016 08:36 #3 by Gíslihf
Replied by Gíslihf on topic Félagsróður 12. mars
Það væri áhugavert að heyra reynslu ykkar eftir þennan dag:

Hvort hentar betur að nota grænlenska ár - eða - ár með stóru blaði í hvössum vindi?

Ef ég man rétt vou Lárus og Páll með Inúítaprik.
Mér er ljóst að ár með stillanlegum skurði er góð beint móti vindi, en svo þarf að snúa við eða róa í hliðarvindi og sviptivindar eru ekki alltaf stefnufastir!

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

12 mar 2016 20:26 #4 by Orsi
Replied by Orsi on topic Félagsróður 12. mars
Það var laglegt.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

12 mar 2016 19:56 - 12 mar 2016 21:15 #5 by Ingi
Replied by Ingi on topic Félagsróður 12. mars
Rétt hjá Páli róðrarstjóra. Ég fór aðeins frammúrmér þegar ég sá póstinn hans Gísla. En hvað um það. Þessi róður hefði auðveldlega getað orðið meiriháttar klúður ef ekki hefði róðrarstjórinn ákveðið að fara með öllu að gát og við hlýddum honum í einu og öllu. Þessvegna höfum við róðrarstjórn.

Það var annars óborganlegt að sjá gleðina og fjörið í andlitum félaganna í morgun. Frábærir félagar og ræðarar.

Kv
Ingi

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

12 mar 2016 17:33 #6 by Páll R
Replied by Páll R on topic Félagsróður 12. mars
Það er greinilegt að það þarf að vera snöggur með róðrarskýrsluna til þess að hafa roð við tjáningarglöðum félögum sínum. Alla vega, þrátt fyrir slæmt veðurútlit mættu alls 6 manns í morgun til róðurs, þeir Lárus, Ingi, Andri, Þorbergur, Guðni Páll og undirritaður. Gísli HF og Hörður litu aðeins við fyrir forvitni sakir. Það virtist ekki ýkja hvasst kl 9:30 við Geldinganesið, en það breyttist eins og hendi væri veifað. Héldum út vestan megin eiðisins og rérum með landi sunnan megin, en þar mátti hafa nokkurt skjól fyrir hvössum SV vindi. Hraðinn var ekki mikill á okkur út að fjósaklettum. Við Gufunesbryggjuendann þótti mönnum nóg um. Þó reyndu þeir kjarkaðri að róa fyrir endann, en játuðu sig sigraða. Ég segi ekki að ef um lífið hefði verið að tefla hefði mátt þokast yfir í Grafarvoginn, tvísýnt þó. Frá bryggjuendanum og til baka var leiðin fljótfarin. Þetta lítilræði, um 3 km, tók okkur um 1 klst. Allir voru auðvitað nokkuð ánægðir með sig að hafa ekki látið félagsróður niður falla.

Þakka samfylgdina
Páll R

P.S. Haft er fyrir satt að vindur hafi farið upp í 25 m/s í hviðum, að minnsta kosti.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

12 mar 2016 12:23 #7 by Ingi
Replied by Ingi on topic Félagsróður 12. mars
Já þetta var skírnardagur Keltans.Nýja nafnið á þessum líka eðalkayak. Framleiddur á Bretagne skaganum í Vannes ekki langt frá Gulf de Morbihan. Aðeins gamaldags hönnun en skilar sínu við krefjandi aðstæður eins og í morgun. Frábær róður þó ekki hafi verið farið langt í þetta sinn. Svartabeltisræðarar sem láta smá gjólu ekki stoppa sig. Hún var samt alveg að stoppa þá Lárus, Guðna og Andra við endan á Gufunesbryggjunni. En allir komu heim glaðir í bragði.
Kv
Ingi

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

12 mar 2016 11:26 - 12 mar 2016 12:05 #8 by Gíslihf
Replied by Gíslihf on topic Félagsróður 12. mars
Ég kíkti á nokkra öfluga félaga fara á sjó áðan en þá voru suðvestan hryðjur farnar að marka rákir á Eiðsvíkina. Ekki þurfti að bera bátana nema yfir veginn, enda stórstreymt og flóð nýliðið. Það er áskorun að takast á við náttúruöflin, en mistök og jafnvel hroki að bera ekki fulla virðingu fyrir þeim.
Oft hef ég velt því fyrir mér í tengslum við Landeyjahöfn. Það er ekki vandalaust að sjá hvar mörkin liggja og meta getu sína miðað við aðstæður. Það er viska falin í lítillæti en heimska í ofmetnaði. Ég á ekki von á að félagar mínir hafi haft tíma fyrir slíkar pælingar í þessum róðri, það kann að hafa verið full vinna að koma heilir heim.

Fyrri myndin er af Inga í nýjum sjókeip sínum í morgun neðan við veginn þar sem við göngum venjulega niður í fjöruna. Hin myndin er af Guðna Páli s.l. þriðjudag fljótandi á ísjaka niður Leirvogsá.

Attachments:

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

11 mar 2016 13:02 #9 by Páll R
Ég er skipaður róðrarstjóri 12. mars.
Það lítur ekki út fyrir neitt nýgræðingaveður núna á laugardaginn.
Búast má við S 10-14 m/s og fer í vaxandi SV- átt (14-18 m/s) fram undir hádegi.
Hiti verður 3-5 gráður og rigning. Háflóð um kl. 08:40.

Sjáum til hvað verður úr þessu!

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

Powered by Kunena Forum