Aukaróður - í logninu undan storminum

11 mar 2016 20:38 #1 by Gíslihf
Þetta var róður í blíðu sem kalla má lognið á undan storminum.

Ég taldi vissara að halda mig 50-100 m frá berginu vestan í Geldinganesi sem þung undiraldan brotnaði á.

Flóðið var svo hátt í lendingunni að vestan að keipurinn rann inn um "grjóthliðið" og stefnið kenndi grunns utan í vegkantinum.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

11 mar 2016 15:19 - 12 mar 2016 08:43 #2 by Gíslihf
Veðrið á morgun laugardag er of slæmt fyrir mig, því að ég þarf að hlífa annarri öxlinni ennþá, annars er stundum skemmtilegt að slást við vont veður.

Ég ætla að mæta á eftir í aukaróður kl. rúmlega 17 og fara á sjó um 17:30 til að róa í ca klst. - ef einhver á samleið.

Kv. GHF

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

Powered by Kunena Forum