Róið inn í vorið

20 mar 2016 10:50 #1 by Sævar H.
Replied by Sævar H. on topic Róið inn í vorið
Já , Ingi , þetta varð afbragðsróður í fínu veðurfari til lofts,lands og sjávar.
Tveir selir hittu mig á útleið við Leirvogshólma , sennilega hjón. Þau fylgdu mér síðan inn í Blikastaðakró og að Leirvogshólma aftur og síðan strikið yfir að Réttarnesinu í Geldingarnesi. Þá fannst þeim nóg komið- enda hitti ég hann Bjarna jarðvísindamann skömmu síðar - glaðan og kátann. :P
Þannig að félagskapurinn hjá mér var einkar vandaður á róðrinum :unsure:

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

19 mar 2016 20:50 #2 by Ingi
Replied by Ingi on topic Róið inn í vorið
fínn róður hjá þér Sævar. Nú fer maður að sjá meistarann á gula Haslernum í klúbbróðrum þegar sólin er kominn svona hátt á himininn. Það eru vorjafndægur bráðum og þá er dagurinn orðinn lengri en nóttin og veðrið að skána.Sástu selinn sem sólaði sig þarna fyrir austan eiðið?
kv.
Ingi

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

19 mar 2016 17:14 - 19 mar 2016 17:15 #3 by Sævar H.
Það var vor í lofti þegar ég vaknaði í morgun - nokkru fyrir hádegi. Og það var stillt í sjóinn þegar ég horfði yfir Flóann út um stofugluggann
Það sýndist alveg upplagt að dusta vetrarrykið af honum Hasle Explorer .
Og ýtt var á flot inni í Geldinagnesi skömmu eftir hádegi -í dag og tekinn um 6 km róður.
Ég hafði engu gleymt þó ekki hafi verið farið í róður síðan árla í haust. :unsure:
Góður dagur :)
Ferðalagið

Myndir
plus.google.com/photos/11326675796839424.../6263813314715677537
Attachments:

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

Powered by Kunena Forum