Brosandi ræðarar

20 mar 2016 12:14 - 20 mar 2016 12:18 #1 by Gíslihf
Brosandi ræðarar was created by Gíslihf
Þó að ég sé lúinn eftir gærdaginn, þá er ánægjan yfirgnæfandi.

Fyrst var það hópinn sem við fórum með að Fjósaklettum í félagsróðri. Eftir litlu hryðjuna við "Pólverjabryggju" lygndi og blíður sjórinn bærðist varla. Einhver heyrðist segja að þetta gæti ekki orðið betra. Svo fóru þau öll með bros á vör á hvolf til að fá æfingu í félagabjörgun, og voru þó fæst í þurrgalla.

Síðan vorum við Guðni Páll í lauginni í Grindavík. Þar voru nokkrir fullorðnir sem langaði til að prófa og hópur af börnum. Meðferðis höfðum við 4 sjókajaka, einn straumkeip, einn í unglingastærð og loks kanó, alls 7 báta. Þarna rifjaði ég upp kynni við dreng sem ég man eftir frá Eyjum og ég þekkti ekki aftur því hann er nú miðaldra maður, einn hafði farið á námskeið hjá Steina í Hólminum og Vetsmannaeyingurinn hafði kynnst kajak hjá Dóra á Ísafirði. Börnin skemmtu sér af mikilli innlifun og Guðni Páll kann á 'púkana' þótt þeir séu Grindvíkingar. Stelpurnar voru ekkert síðri og greinilega ekki búið að telja þeim trú um að svona sé mest fyrir stráka.
Það kann að kom ykkur á óvart, en kanóinn vakti mestan áhuga og ósvikna gleði. Ég hefði gjarna viljað eiga mynd af því þegar Guðni Páll dró kanóinn um laugina og lum borð voru 10 krakkar! Sumum finnst það lítið merkilegt þegar börn leika sér, en eftir áratugi, þegar við verðum fallin frá, þá verða þau sem vorum þarna um borð orðin mikilvægir borgarar og lengi býr að fyrstu gerð.
The following user(s) said Thank You: Þormar

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

Powered by Kunena Forum