Rétt hjá Gísla. Nú er tíminn til að fara yfir bát og búnað fyrir sumarið. Laga stýrið og skeg (fellikjöl). Það er hægt að fá vír í stýrið hjá Ísfelli. Ryðfrítt er málið.
En ég rak augun í að tryggingarnar eru aðeins breyttar. Á kannski heima í sér þræði en ég læt það flakka:
Heimatryggingar
Grein 14.2 í skilmála heimatryggingar TM1, TM2, TM3 og TM4 er breytt á þann veg að við bætist orðið
innanlands inn í setninguna: Við búferlaflutning innanlands gildir vátryggingin á báðum stöðum í einn mánuð
frá þeim tíma sem vátryggður fékk umráð yfir hinu nýja húsnæði.
Grein í forfallatryggingu var tekin út. Í TM2 var greinin númer 49.4, í TM3 var greinin númer 56.4 og í TM4 var
greinin númer 63.4. Vátryggingin bætir ekki:
a) tjón sem beint eða óbeint leiðir af fjallaklifri, bjargsig, fallhlífarstökki, loftbelgjaflugi, teygjustökki,
svifdrekaflugi, svifflugi, kajakferðum, siglingum á bátum sem róið er niður straumharðar ár og fljót, kappreiðum,
froskköfun eða öðrum athöfnum neðansjávar eða neðanjarðar,
b) tjón sem beint eða óbeint leiðir af bifreiða- og vélhjólaíþróttum, hvort sem vátryggður er ökumaður eða
farþegi. Takmörkunin varðandi vélhjól á þó ekki við ef um er að ræða notkun létts bifhjóls, sem tekið er á leigu í
ferðalagi er fellur undir vátryggingu þessa,
c) tjón vegna slyss sem verður í keppni eða við æfingar til undirbúnings fyrir keppni í hvers kyns íþróttum nema
um sé að ræða börn yngri en 16 ára,
d) tjón sem beint eða óbeint leiðir af flugi öðru en farþegaflugi gegn gjaldi hjá skráðu flugfélagi með tilskilin
leyfi,
e) tjón sem beint eða óbeint leiðir af sjálfsvígi, geðveiki, meiðslum sem menn valda sjálfum sér,
handalögmálum, þátttöku í refsiverðum verknaði, misnotkun lyfja, neyslu fíkniefna, áfengis, kynsjúkdómum eða
tjón sem verða er vátryggður hefur stofnað sér í hættu að nauðsynjalausu.
Kv.
Ingi