Ráðagóðir félagar

24 mar 2016 18:31 #1 by Þorbergur
Replied by Þorbergur on topic Ráðagóðir félagar
Gísli ég myndi athuga í flísabúðum eftir efni í skilrúm. Þar er hægt að fá fíberofnar plötur til að setja neðan við brúnir á baðkörum (sem maður getur síðan flísalagt, en er væntanlega óþarft í þinni viðgerð). Sikaflex 11 FC eða sambærilegt kítti ætti að geta fest plötuna. Ég notaði slíkt kítti til að festa mannopskanntinn sem brotnaði af hjá mér.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

24 mar 2016 16:05 #2 by Sævar H.
Replied by Sævar H. on topic Ráðagóðir félagar
Að framkvæma viðgerð á plastkayak er fyrst og fremst plastsuða og úr hliðstæðu efni og er í kayaknum. Jafn stór flötur og þil milli hólfa er einkar áríðandi að verði vandlega viðgert með suðuvinnu. Þilið er ekki bara milli hólfa- það hefur áhrif á allan styrk bolsins.
Ég lenti í þvi með minn Hasle Explorer að missa hann af bílfestingum á þaki og í grýtta jörð. Það kom sprunga um 7 m.m lögn á efribrún byrðings. Ekki var vit í öðru en að loka sprungunni með suðu - til að hindra að hún opnaðist meir í erfiðu sjólagi og sjór færi inn.
Ég fékk þá hjá Plastviðgerðurm Grétars á Skemmuvegi 4 til verksins- en þeir eru m.a vanir kayakviðgerðum. Þetta var vandað hjá þeim og ekki kostnaðarsamt.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

24 mar 2016 15:00 - 24 mar 2016 15:00 #3 by Ingi
Replied by Ingi on topic Ráðagóðir félagar
Rétt hjá Gísla. Nú er tíminn til að fara yfir bát og búnað fyrir sumarið. Laga stýrið og skeg (fellikjöl). Það er hægt að fá vír í stýrið hjá Ísfelli. Ryðfrítt er málið.
En ég rak augun í að tryggingarnar eru aðeins breyttar. Á kannski heima í sér þræði en ég læt það flakka:

Heimatryggingar
Grein 14.2 í skilmála heimatryggingar TM1, TM2, TM3 og TM4 er breytt á þann veg að við bætist orðið
innanlands inn í setninguna: Við búferlaflutning innanlands gildir vátryggingin á báðum stöðum í einn mánuð
frá þeim tíma sem vátryggður fékk umráð yfir hinu nýja húsnæði.
Grein í forfallatryggingu var tekin út. Í TM2 var greinin númer 49.4, í TM3 var greinin númer 56.4 og í TM4 var
greinin númer 63.4. Vátryggingin bætir ekki:
a) tjón sem beint eða óbeint leiðir af fjallaklifri, bjargsig, fallhlífarstökki, loftbelgjaflugi, teygjustökki,
svifdrekaflugi, svifflugi, kajakferðum, siglingum á bátum sem róið er niður straumharðar ár og fljót, kappreiðum,
froskköfun eða öðrum athöfnum neðansjávar eða neðanjarðar,
b) tjón sem beint eða óbeint leiðir af bifreiða- og vélhjólaíþróttum, hvort sem vátryggður er ökumaður eða
farþegi. Takmörkunin varðandi vélhjól á þó ekki við ef um er að ræða notkun létts bifhjóls, sem tekið er á leigu í
ferðalagi er fellur undir vátryggingu þessa,
c) tjón vegna slyss sem verður í keppni eða við æfingar til undirbúnings fyrir keppni í hvers kyns íþróttum nema
um sé að ræða börn yngri en 16 ára,
d) tjón sem beint eða óbeint leiðir af flugi öðru en farþegaflugi gegn gjaldi hjá skráðu flugfélagi með tilskilin
leyfi,
e) tjón sem beint eða óbeint leiðir af sjálfsvígi, geðveiki, meiðslum sem menn valda sjálfum sér,
handalögmálum, þátttöku í refsiverðum verknaði, misnotkun lyfja, neyslu fíkniefna, áfengis, kynsjúkdómum eða
tjón sem verða er vátryggður hefur stofnað sér í hættu að nauðsynjalausu.

Kv.
Ingi

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

24 mar 2016 14:19 - 24 mar 2016 14:23 #4 by Gíslihf
Mér hefur oft fundist vanta umræðuþráð þar sem félagar gætu lagt fram spurningar og svör fyrir viðgerðir og lagfæringar á búnaði sínum. Svona "þráður" gæti verið framhaldsefni, þannig að þar gætu safnast nokkur hagnýt ráð og þekking. Þá er ég kominn að efninu í þetta sinn:
Ég þarf að búa aftur til þil sem er farið úr gömlum plast-kayak, en það var aftan við sætið og skilur hólf með loki frá mannopi. Ein leið til þess er að fá plastþil soðið við ef einhver aðili getur gert það vel og ekki of dýrt.

Önnur leið er að gera þil úr frauðplasti með lokuðum bólum (foam with closed cells). Þannig þil eru í gömlum SeaYak sem ég á, um 5 cm þykk og límd í að því er virðist og eru nokkuð stíf og traust, þótt þau gæfu hugsanlega eftir ef troðið væri óvarlega í hólfin.

Ég held ég hafi fundið rétta efnið á netinu og þar segir að það megi nota til margra hluta: "kayak seats, cockpit hip and knee padding, backrests, bulkheads, cushioning, padding, car top cradles, sheets, and mats"
sbr krækjuna: kayakproshop.com/collections/parts-outfi...ly-12-24-foam-blocks
Hafið þið reynslu að vinna með þetta efni - og er einhver með það hér á landi?
The following user(s) said Thank You: Ingi

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

Powered by Kunena Forum