Ferðahraði

31 mar 2016 20:12 #1 by Gíslihf
Replied by Gíslihf on topic Ferðahraði
Já metrakerfið (SI) gildir á Íslandi skv. lögum um mælingar (nr. 91/2006) og reglugerð um mælieiningar (nr. 1060/2011) en þar er þó tekið fram að siglingar, flug og járnbrautasamgöngur geti verið undanþegin svið.

Eitt er þægilegt fyrir hugarreikning, það er að vindhraðinn 10 m/s er nær jafn 20 hnútum og annað í því hlutfalli.
10 m/s eru svo 36 km/klst ef við viljum miða t.d. við ökuhraða. Ef við höfum t.d. vindhraðann 20 m/s á eftir bílnum og réttum höndin út um framrúðuna þá lendiir hún í logni ef hraði bílsin er 72 km/klst.

Afsakið þið sem finnst svona tölur leiðinlegar. :(

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

31 mar 2016 17:56 - 31 mar 2016 18:30 #2 by Sævar H.
Replied by Sævar H. on topic Ferðahraði
Skemmtilegar pælingar hér hjá Gísla H. F .

En afhverju eru gildin gefin upp í sjómílum, hnútum og vindstigum ?
Ég er svo samgróinn metrakerfinu að það tekur á að snúa þessu í gömlu gildin sem maður vandist á til sjós og eru ættuð frá Bretum

T.d 3 hnútar eru........... 5,56 km /klst
3 sjómílur eru........ ...5,56 km
5 vindstig (F5) eru. 8-10,7 m/sek
Og þegar ég er búinn að færa þetta upp í metrakerfið þá ligggur allt puðið skiljanlega fyrir :)
Síðan má sjá hvað gömlu vindstigin eru gróf mæling miðað við m/sek

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

31 mar 2016 14:18 - 31 mar 2016 14:21 #3 by Gíslihf
Ferðahraði was created by Gíslihf
Undanfarið hafa austanvindar blásið yfir róðrarslóð okkar sem róum frá Geldinganesi. Þá er tekin ákvörðun um hvort byrjað er að róa undan vindi eða á móti. Hvernig er nú ferðahraði miðað við strauma og vind? Hér á eftir er miðað við róðrarhraðann 3 hnútar.

Dæmið er einfalt menntaskóladæmi þegar róa skal með og á móti straumi:
Gefum okkur að róa skuli vegalengdina 3 sjómílur móti straumi sem er 1 hnútur og svo til baka. Væri enginn straumur tæki róðurinn 2 tíma eða 120 mínútur. Móti straumi eru það 90 og til baka 45 samtals 135 mínútur eða 15 mín lengri tími.
Sé straumurinn á hlið þarf að skásneiða upp í strauminn og framhraði minnkar en tíminn er auðfundinn með því að nota hornaföll.

Þegar róið er í vindi er dæmið mun flóknara. Bátar, árar og ræðarar taka mismikinn vind á sig og viðnám bátskrokks við vatnið breytist með hraða í vatni. Gordon Brown er með töflu um hraða með og móti vindi (F5 =8-10 m/s) í bók sinni, 3,75 og 2,5 hnúta. Sé það rétt fáum við tímana 72 og 48 eða samtals 120 mínútur. Það er sami tími og í logni, þannig vinnur ræðarinn upp seinkunina á bruninu til baka.
Ég veit ekki reynslu ykkar, en mér finnst töfin á móti 10 m/s vera meiri svo ekki sé talað um þreytuna. Reyndar segir Brown að sá sem rær móti F5 hafi aðeins úthald í 2 klst.
Mér finnst hagstæðara að hafa vindinn á hlið, hugsanlega vegna þess að mótstaða báts gegn reki á hlið er hlutfallslega meiri og það nota menn sér á skútum með því að hafa stóran kjöl.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

Powered by Kunena Forum