Næturróðrarsería 2016

20 apr 2016 18:41 #1 by Sævar H.
Replied by Sævar H. on topic Næturróðrarsería 2016
Allar þessar eyjar og nes stóðu miklu hærra upp úr sjó en nú er . T.d Seltjarnarnes þar sem nú er stór opin vík þar sem Seltjörn var fyrrum-lokuð fyrir hafinu. Sama er um Álftanesið . Í Örfisrisey var Konungsverslunin fram á 17. öld og birgðageymslur miklar þar sem nú eru flæðisker suður af Akurey. Og Akurey var rismeiri og flatarmálið stærra en nú er - allt hefur þetta sigið í sæ og sjávarborð hækkað frá fyrri tíð. Að líta yfir Akurey nú er hálf vesældarlegt frá fyrri tíð akuryrkju þar. Sama á við um Kollafjarðareyjar. Svo segja gamlar heimildir- ég var ekki uppi á þeim tíma :-)

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

20 apr 2016 16:21 #2 by Klara
Replied by Klara on topic Næturróðrarsería 2016
Takk fyrir þessar upplýsingar - það var ég var í akuryrkjupælingum þessa ágætu kvöldstund.
Vil nota tækifærið og þakka fyrir sérstaklega skemmtilega ferð.
Ég mun klárlega mæta aftur, reynslunni ríkari.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

20 apr 2016 15:56 #3 by Orsi
Replied by Orsi on topic Næturróðrarsería 2016
Ég átti rabb við einhvern seríufara, skömmu eftir lendingu og sá spáði í hvort í Akurey hefði verið akur fyrr á tíð. Ég vísaði þeirri tilgátu á bug - en í dag rakst ég á grein (eftir sjálfan mig) í Mogganum frá 2005, og segir þar m.a. að á 14. öld var Akurey hlunnindajörð kirkjunnar og átti hún sælding í Akurey. Ákvæði um sælding í máldaga kirkjunnar sýnir að kornyrkja hafi verið nokkur í eynni en þar er átt við land sem tekur eina sálds sáð af korni. Íslenskt sáld var þá talið rúmlega ein korntunna. Þetta hefur greinarhöfundur úr Sögu Reykjavíkur e Klemens Jónsson.

Og er þessu þá komið á framfæri.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

17 apr 2016 13:21 #4 by SPerla
Replied by SPerla on topic Næturróðrarsería 2016
Hér koma þær fáu myndir sem ég tók....af þeim "útilegukindum" sem eftir urðu í Akurey ;)
Takk fyrir mig.

picasaweb.google.com/111324008179441784608/April172016

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

16 apr 2016 21:12 #5 by Andri

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

16 apr 2016 17:56 - 16 apr 2016 22:52 #6 by Sævar H.
Replied by Sævar H. on topic Næturróðrarsería 2016
Þetta er skemmtileg tilbreyting . Er ekki alveg upplagt að koma á svona miðnæturróðrum í sumar og gista á þessum eyjum Kollafjarðar og njóta sólarlagsins og róa heim daginn eftir með tilþrifu. Það gæti verið skemmtilegt. Þetta gæti orðið ígildi eyjastemningu Breiðafjarðar- eins og svo þekkjum svo vel.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

16 apr 2016 15:55 #7 by Andri
Replied by Andri on topic Næturróðrarsería 2016
Þakka Örlygi fyrir að skipuleggja skemmtilegan róður. Það var um tvennt að velja, mávagarg eða seiðandi hrotur, þið fenguð skárri kostinn :)
Hér er samsett mynd úr ferðinni

Kv,
Andri
Attachments:

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

16 apr 2016 13:43 - 29 mar 2022 00:49 #8 by Orsi
Replied by Orsi on topic Næturróðrarsería 2016
Næturróður þessi er afstaðinn, það er satt. Sjö ræðarar röru í Akurey seint í gærkveldi og lentu þar klukkan 01:10 eftir tveggja tíma róður frá Geldinganesi. Þokkalegasta sjólag mestanpart, en þyngri sjór vestan Engeyjar aukinheldur sem skyggni var með minna móti. Veðurguð hafði velþóknun á þessu uppátæki með því að láta ekki byrja að rigna fyrr en allir höfðu komið tjaldi yfir höfuðið. Að morgni röru félagar til baka og er það mat mitt að Gunnarinn 2016 hafi bara tekist ágætlega. Þakka ég þátttöku í þessari 4. næturróðrarseríu klúbbsins.
Þessi röru: Gunnar, Lárus, Andri, Klara, Perla, Guðni, Orsi.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

15 apr 2016 16:58 #9 by Andri
Replied by Andri on topic Næturróðrarsería 2016
Sama hjá mér og Gunna, mæti en fer snemma heim og sleppi félagsróðri. Tek með mér hrotunefspray til að spilla ekki fuglalífinu í Akurey

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

15 apr 2016 10:16 - 15 apr 2016 11:33 #10 by Gunni
Replied by Gunni on topic Næturróðrarsería 2016
Mæti. Fer snemma í fyrramálið til baka. Enginn félagsróður hjá mér. (Ég hleraði á göngunum um 3 í viðbót sem eru líkleg. Þetta stefnir í útihátíð)

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

14 apr 2016 22:20 #11 by SPerla
Replied by SPerla on topic Næturróðrarsería 2016
Kem annad kvöld. Einhver sem getur reddad mér?

8648687

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

13 apr 2016 23:34 #12 by Orsi
Replied by Orsi on topic Næturróðrarsería 2016
Fyrri næturróðurinn afstaðinn á þessu ágæta kvöldi. Lundey og Þerney hringaðar. Þessi röru, Orsi, Guðni, Lárus og Perla. Takk fyrir það.

Mæting í næsta part er kl 22.30 á föstudag og verður þá farið í Akurey. Takið vítamínin og munið viðlegudótið.

:laugh:

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

13 apr 2016 18:05 #13 by SPerla
Replied by SPerla on topic Næturróðrarsería 2016
Þađ væri snilld. Hvenær leggurđu í'ann?

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

13 apr 2016 17:22 #14 by Larus
Replied by Larus on topic Næturróðrarsería 2016
Perla ég er við Mjóddina, gæti tekið þig þar

lg- 8223440

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

13 apr 2016 09:48 #15 by SPerla
Replied by SPerla on topic Næturróðrarsería 2016
Einhver velviljaður sem getur pikkað mig upp.....þess vegna á miðri leið?

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

Powered by Kunena Forum